Spirit in the sky – Ljósið við enda ganganna

October 12, 2018 00:55:34
Spirit in the sky – Ljósið við enda ganganna
Fílalag
Spirit in the sky – Ljósið við enda ganganna

Oct 12 2018 | 00:55:34

/

Show Notes

Hvernig ætli stóra ferðalagið sé? Hápunktur allrar lífsreynslu hlýtur að vera sjálf himnaförin. Að klára dæmið og sameinast alheims-andanum. En er hægt að reyna að ímynda sér það?
Í velmegunar-skýi sexunnar voru menn og konur allavega komin þangað. Norman Greenbaum fór langt með að koma fólki í nýja vídd með lagi sínu Spirit in the Sky sem kom út 1969 – en það var sama ár og Bandaríkjamenn komu manni á tunglið.
Stemningin í laginu Spirit in the Sky er svo yfirgengileg, að mörgum þykir nóg um. Það er einfaldlega farið alla leið í þessu lagi. Himnasjomlinn sjálfur er að gefa high-fives. Þetta lag er kaleikur. Há-stemning og rússibani í slómó. Sleikið út um og fílið. Vúff.

Other Episodes

Episode

October 19, 2018 00:59:01
Episode Cover

Money For Nothing – Ókeypis peningar

Árið er 1985. Heimsbyggðin er þyrst í rokk og popp. Kalda stríðið er í gangi en fólk austan járntjaldsins vill snjóþvegnar gallabuxur og ískalt...

Listen

Episode

January 06, 2017 01:09:03
Episode Cover

Fast Car – Bless, bless krummaskuð

Aldrei gleyma því hvað Bandaríkin eru stór. Þetta eru 324 milljón manneskjur. Það er svakalegt. Svo er þetta tæpir tíu milljón ferkílómetra. Rosalegt flæmi....

Listen

Episode

October 02, 2015 00:34:00
Episode Cover

In The Air Tonight – Farið í ullarsokka og fyllið munninn af húbba búbba

„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem...

Listen