Have You Ever Seen The Rain? - Full ákefð

September 17, 2021 01:10:38
Have You Ever Seen The Rain? - Full ákefð
Fílalag
Have You Ever Seen The Rain? - Full ákefð

Sep 17 2021 | 01:10:38

/

Show Notes

Creedence Clearwater Revival - Have You Ever Seen The Rain?

Saga Creedence Clearwater Revival er best tekin saman með einu orði: ákefð. Hljómsveitin starfaði aðeins í örfá ár en gaf út sjö stórar plötur, ferðaðist um heiminn, tók Ed Sullivan mulninginn og Woodstock mulninginn og allt þar á milli. Og svo nánast eins skyndilega og þetta hófst þá var það búið. Bensíngjöfin var í botni allan tímann og lög hljómsveitarinnar bera þess merki, þau eru öll intensíf frá fyrstu til síðustu sekúndu - engin uppbygging eða dútleri heldur bara 100% framleiðsla allan tímann. Að hlusta á CCR er svipað eins og að fara á veitingastað og það er byrjað að bera fram sjóðandi heitar pönnur með sizzling enchiladas-gúmmelaði og stjörnuljósi ofan á áður en þú ert almennilega sestur við borðið. Og svo halda réttirnir áfram að koma. CCR er sindrandi enchiladas-færiband.

Og í raun kristallast þessi hugmynd enn frekar í rödd söngvarans og lagahöfundarins John Fogerty. Umræddur maður er ekkert endilega mikið fyrir mann að sjá, býsna venjulegur í útliti, jafnvel lítilfjörlegur. Ef maður ætti að dæma manninn af útlitinu einu þá mætti halda að þetta væri maður sem væri með svona 2,5 af 10 í ákefð. En ekkert gæti verið fjær sannleikanum. John Fogerty er með eina stillingu og hún er 10/10 í ákefð, allan tímann, og þannig var þetta keyrt út í gegnum allan líftíma CCR. Og vegna þess að Fogerty er 100% trylltur allan tímann í söng sínum, þá er ekkert svigrúm fyrir blæbrigði. Hann verður því að vinna með það skrítna upplegg að setja allar tilfinningar í rödd sína í einu. Ef lag á að túlka bæði sorg og gleði, þá er ekki einn kafli soldið sorglegur og annar glaður, heldur er Fogerty bæði sorgmæddur og glaður allan tímann. Og hvernig er það hægt? Það veit það enginn, það er galdur, en það var svo sannarlega gert og fullkomnað í laginu Have You Ever Seen the Rain - sem fram á þennan dag er óskiljanlegt lag. Fólk veit ekki hvort að lagið fjallar um gleði eða sorg, það er einhvernveginn um bæði gleði og sorg á sama tíma, með fullri ákefð á báðum tilfinningum, eins og kraumandi salsa-sósa sem er grýtt framan í þig á veitingastað djúpt inn í Ameríku.

Other Episodes

Episode 0

July 09, 2021 01:19:31
Episode Cover

Love - Eggjarauðan sem aldrei eyðist

John Lennon - Love Það er ekki bara Brimborg sem er öruggur staður til að vera á heldur líka innsta hólf í innstu kistu...

Listen

Episode

August 02, 2019 01:05:26
Episode Cover

Tætum og tryllum – Stemning allra landsmanna

Stuðmenn – Tætum og tryllum Leggjum á borð. Það er 1975. Það er þjóðvegur. Það er ökutæki. Það er fólk um borð. Það er...

Listen

Episode

December 20, 2024 01:31:58
Episode Cover

White Christmas - "Let's Go Have a Coca-Cola"

Bing Crosby - White Christmas Það gengur svo mikið á í lífi okkar að við þurfum stundum pásu, frið, hlé. Við þurfum þetta hlé...

Listen