Vanishing act - Við skolt meistarans

October 15, 2020 01:05:01
Vanishing act - Við skolt meistarans
Fílalag
Vanishing act - Við skolt meistarans

Oct 15 2020 | 01:05:01

/

Show Notes

Fílabeinskistan - FílalagGull™

Lou Reed - Vanishing Act

Lou Reed syngur svo nálægt hljóðnemanum í þessu lagi að maður finnur leðurkeimaða andremmuna. Og maður fílar það. Það er eins og að vera staddur við skolt meistarans að hlýða á það undravirki sem lagið Vanishing Act er.

Um er að ræða Rás 1 gúmmelaði fyrir lengra komna. Lag af plötunni "The Raven" frá 2003. Rúmlega sextugur Reed, pirraður, þungur en smekklegur. Lokalag allra lokalaga. Lag um það að kveðja.

Lou Reed var þekktur fyrir að gefa hann þurrann. Allt frá sílfrandi lampasturtum Velvet Underground til dempaðs trommusándsins í seventís sólódótinu. Lou Reed var brak-meistarinn. Leðurjakki, kamel og kaffi. Og auðvitað endaði hann á einu brakandi þurru.

En tárin eru vot.

Fílalag gramsaði djúpt í fílabeinskistuna eftir þessari 2015 skyldufílun.

Fílið.

Other Episodes

Episode

February 12, 2016 01:26:07
Episode Cover

Hungry Heart – Glorhungrað hjarta

Að vera svangur er mannlegasta lífsreynsla sem til er. Það hafa allir gengið í gegnum það og því geta fylgt gríðarlegar tilfinningar. Að vera...

Listen

Episode 0

May 04, 2018 00:59:26
Episode Cover

Sunny way - Kjallarinn á Þórscafé

Gestófíll: Ari Eldjárn Það er febrúar 1974. Við erum stödd í iðnaðarhverfi austan megin við Hlemm í Reykjavík. Hrafn kroppar í prins póló umbúðir...

Listen

Episode 0

September 01, 2017 01:13:06
Episode Cover

Stand By Your Man - Negla frá Nashville

Amerísk country-tónlist nær oftast ekki alþjóðlegri hylli þó að frá því séu mikilvægar undantekningar. Ein þeirra er lagið Stand by Your Man með Tammy...

Listen