The Pogues – Fairytale of New York
Löngu áður en Jésú kristur ákvað að heiðra jarðarbúa með nærveru sinni var fólk byrjað að dýrka vetrar- og sumarsólstöður. Það var tíminn þegar dulveröldin sameinaðist þeirri raunverulegu, þegar álfar og vættir fóru á kreik, ríkir urðu fátækir og fátækir ríkir.
Vetrarsólstöður, jólin, eru einnig tími þar sem fortíð og nútíð renna saman. Þegar horft er svo mikið inn á við að ákvarðanir fortíðar standa manni ljóslifandi fyrir sjónum. Og að lokum skal í þessum textabút, þess gætt, að jólin eru tími alþýðunnar.
Allt þetta kristallast í laginu sem er fílað í dag. Fairytale of New York með alþýðu-pönk-þjóðlaga hljómsveitinni The Pogues. Sérstakt jólalag, alveg tímalaust, sem fjallar um þennan tíma ársins, þegar allt er meyrt, þegar allt er hægt, þegar von og vonbrigði verða í raun sami hluturinn, kvíði og eftirvænting sömuleiðis. Þetta er lag um sköddun, nánd og allt það malt og appelsín. Þetta er póesía, þétt vafinn vöndull.
Hlustið. Fílið.
Gleðileg jól.
Cranberries - Dreams Ungt fólk í yfirgefnum vöruhúsum. Dýna á gólfi. Bjór. Fússball borð. Kona í hippakjól keyrir belgvíðan gulan leigubíl yfir hvít, spíssuð...
Ben E. King - Stand By Me Viltu vera konungur, en finnst of mikið vesen að gera uppreisn og drepa gamla kónginn? Viltu vera...
The Verve – Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi...