Fairytale of New York – Þegar allt er meyrt

December 21, 2018 00:56:09
Fairytale of New York – Þegar allt er meyrt
Fílalag
Fairytale of New York – Þegar allt er meyrt

Dec 21 2018 | 00:56:09

/

Show Notes

The Pogues – Fairytale of New York


Löngu áður en Jésú kristur ákvað að heiðra jarðarbúa með nærveru sinni var fólk byrjað að dýrka vetrar- og sumarsólstöður. Það var tíminn þegar dulveröldin sameinaðist þeirri raunverulegu, þegar álfar og vættir fóru á kreik, ríkir urðu fátækir og fátækir ríkir.


Vetrarsólstöður, jólin, eru einnig tími þar sem fortíð og nútíð renna saman. Þegar horft er svo mikið inn á við að ákvarðanir fortíðar standa manni ljóslifandi fyrir sjónum. Og að lokum skal í þessum textabút, þess gætt, að jólin eru tími alþýðunnar.


Allt þetta kristallast í laginu sem er fílað í dag. Fairytale of New York með alþýðu-pönk-þjóðlaga hljómsveitinni The Pogues. Sérstakt jólalag, alveg tímalaust, sem fjallar um þennan tíma ársins, þegar allt er meyrt, þegar allt er hægt, þegar von og vonbrigði verða í raun sami hluturinn, kvíði og eftirvænting sömuleiðis. Þetta er lag um sköddun, nánd og allt það malt og appelsín. Þetta er póesía, þétt vafinn vöndull.


Hlustið. Fílið.


Gleðileg jól.

Other Episodes

Episode

September 28, 2018 01:06:19
Episode Cover

Our House – Afar vel smíðað hús

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...

Listen

Episode 0

September 16, 2016 00:43:59
Episode Cover

Sveitin milli sanda - Lokasenan

Það er varla til íslenskara lag en Sveitin milli sanda. Samt er lagið framandi. Það minnir á dollara-vestra. Eða japanskt geishu-partí. Eða Miami kalypsó-sitdown....

Listen

Episode 0

July 10, 2020 01:33:05
Episode Cover

Jóga - Litbrigði jarðarinnar

Björk - Jóga Stærsta poppstjarna Íslands fyrr og síðar er tekin fyrir í dag. Snúðarnir, hvíta dúnúlpan, textúrinn, vefnaðurinn. Ferill Bjarkar er fínofinn og...

Listen