Sveitin milli sanda - Lokasenan

September 16, 2016 00:43:59
Sveitin milli sanda - Lokasenan
Fílalag
Sveitin milli sanda - Lokasenan

Sep 16 2016 | 00:43:59

/

Show Notes

Það er varla til íslenskara lag en Sveitin milli sanda. Samt er lagið framandi. Það minnir á dollara-vestra. Eða japanskt geishu-partí. Eða Miami kalypsó-sitdown. Í Sveitinni mætast menningarheimar. Einnig tímaheimar. Þetta lag tónskáldsins Magnúsar Blöndal Jóhannsonar er tímalaust. Ekki skemmir svo fyrir að ástsælasta söngkona Íslands söng það. Það er söngur eddunnar, álfkonunnar eða bara sjálfrar náttúrunnar. Lagið gæti verið lokasena í síðustu bíómynd sem framleidd verður af mannkyninu. Ef þið fílið ekki Sveitina milli sanda þá mætir sýslumaður heim til ykkar og tekur af ykkur vegabréfið.

Other Episodes

Episode

October 13, 2017 00:47:10
Episode Cover

Crimson & Clover – Blóðrautt og smári

Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning. Fílalag...

Listen

Episode

April 26, 2019 00:46:26
Episode Cover

Summer In The City – Bartar, hiti

The Lovin’ Spoonful – Summer in the City Hvar? New York borg, New York ríki, Bandaríkin. Hvenær? 4. júlí 1966. Hvað? Sprengja af himnum....

Listen

Episode

June 14, 2019 01:08:31
Episode Cover

Stop! In The Name Of Love – Stopp! Stöðvaðu!

The Supremes – Stop! In The Name of Love Hættu öllu sem þú ert að gera. Hættu að hugsa það sem þú varst að...

Listen