Turn! Turn! Turn! – Breyting, snúningur, beygja, umrót

December 28, 2018 00:51:47
Turn! Turn! Turn! – Breyting, snúningur, beygja, umrót
Fílalag
Turn! Turn! Turn! – Breyting, snúningur, beygja, umrót

Dec 28 2018 | 00:51:47

/

Show Notes

The Byrds – Turn! Turn! Turn!

Hvað eiga ofbeldisfullir konungar Ísraels til forna sameiginlegt með sólbrúnum 68 kynslóðar kaliforníu-hippum? Allt.


Hér mæta þeir inn í taugakerfi ykkar. Fogglarnir. Moppuhártoppslegnir Los Angeles gítar-prestarnir. Tambúrínu-lemjandi hass-hvolparnir. Með tvö þúsund og fimm hundruð ára boðskap. 


Þú hefur fengið fimmtíu og þrjú ár til að búa þig undir boðskapinn. Og það er nógur tími. Fyrir sérhvern tilgang, er tími. Örvænting er ekki til. Og friðurinn mun sigra stríðið. Það er aldrei of seint að elska. Það er alltaf tími til að smyrja kæfu á rúgbrauð.


Gleðilegt nýtt ár. Gleðilegan nýjan snúning, nýja umbyltingu, nýja beygju á lífsins braut sem við fetum í eilífri hringrás, aftur og aftur og aftur, þar til fuglarnir hrynja af himnum og boðorð konungsins í Babýlon verða ómerk. Gleðilegt líf, fíling skuluð þér eiga.

Other Episodes

Episode

August 09, 2019 01:08:09
Episode Cover

Get it on – Að gefa hann góðann

T.Rex – Get it On Útvíðar buxur. Fílingur. Allt er stemning. Að dansa við jólatréð er stemning. Að láta renna í bað er stemning....

Listen

Episode 0

August 21, 2020 00:56:58
Episode Cover

Live is Life - Að eilífu æring

Opus - Live is Life Maradona horfir á Vesúvíus. Grétar Örvarsson stingur múslískeið í munn. Kartöflusalat svitnar á útiborði í bjórgarði í Graz. Evrópa...

Listen

Episode

March 04, 2016 00:39:11
Episode Cover

Drive – Að skera myrkrið

Nýrómantík er hreyfing í listum. Í bókmenntum reið tímabilið yfir á síðari hluta 19. aldar og lifði eitthvað fram á 20. öldina og tekur...

Listen