Jóga - Litbrigði jarðarinnar

July 10, 2020 01:33:05
Jóga - Litbrigði jarðarinnar
Fílalag
Jóga - Litbrigði jarðarinnar

Jul 10 2020 | 01:33:05

/

Show Notes

Björk - Jóga

Stærsta poppstjarna Íslands fyrr og síðar er tekin fyrir í dag. Snúðarnir, hvíta dúnúlpan, textúrinn, vefnaðurinn. Ferill Bjarkar er fínofinn og verður aldrei greindur til hlítar, en sumir þræðir eru meira áberandi en aðrir.

Björk er útpæld, verk hennar eru gagnrýnendakonfekt og tengsl hennar við stór þemu eins og umhverfisvernd og frelsisbaráttu þjóða og einstaklinga eru aðdáunarverð. En við skulum aldrei gleyma að fíla hana líka, fíla músíkina og lýríkina án þess að ofhugsa hana of mikið.

Björk, stóra, sú einstaka, sú einbeitta. Dýrust kveðnasta Liljan. Við fílum hana.

Other Episodes

Episode 0

February 07, 2020 01:07:51
Episode Cover

Born in the U.S.A. - Kældur, vaggandi skrokkur í BNA

Bruce Springsteen - Born in the U.S.A. Levis 501. Nestisbox úr stáli. M16 hríðskotariffill. Eldar loga. Miskunnsami samverjinn kveikir sér í sígarettu og askar...

Listen

Episode

September 23, 2016 01:18:39
Episode Cover

Time To Pretend – Tími til að þykjast

Popptónlist er ekki lífið sjálft. Popptónlist er leikur og allir sem taka þátt í hamaganginum eru leikarar. Það þýðir samt ekki að það sé...

Listen

Episode 0

August 21, 2020 00:56:58
Episode Cover

Live is Life - Að eilífu æring

Opus - Live is Life Maradona horfir á Vesúvíus. Grétar Örvarsson stingur múslískeið í munn. Kartöflusalat svitnar á útiborði í bjórgarði í Graz. Evrópa...

Listen