Our House – Afar vel smíðað hús

September 28, 2018 01:06:19
Our House – Afar vel smíðað hús
Fílalag
Our House – Afar vel smíðað hús

Sep 28 2018 | 01:06:19

/

Show Notes

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba – rjómi flower-power menningarinnar, tappaður á þjóðlagapela.

Los Angeles. Víetnam-stríðið. Glamrandi gítarar. Alpha-male raddanir. Tónleikasalir fylltir 60s woke gleraugnaglámum. Milljón eyru sperrt. Þvílík stemning.
Crosby, Stills, Nash og Young fluttu napra gáfumanna snilld sáldraða ofan í fílgúddbúðing. Ein mikilvægasta hljómsveit amerískrar sögu eða bara fjórir fokkerar með yddaða drjóla. Take your pick.
Hér var allavega hlaðið í afar ljúft lag – Our House – friðelskandi laglína, sönn og allsber. Fílið.

Other Episodes

Episode

November 15, 2019 00:50:08
Episode Cover

Oh What A Night (December ’63) – Kransæðarfílingur

Frankie Valli and the Four Seasons – December, 1963 (Oh What a Night) Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og...

Listen

Episode

March 02, 2018 01:21:29
Episode Cover

You can call me Al – Týndur miðaldra maður finnur sig

Paul Simon var týndur í áttunni. Hann ráfaði um götur New York í stórum blazer-jakka og hugsaði um sína aumu tilvist. Jú, vissulega naut...

Listen

Episode

May 16, 2025 00:51:38
Episode Cover

Superman - Kaðlastigi úr kúlheimum

Trabant – Superman Tuttugu hestar hníga niður í miðri Ártúnsbrekku og leysast upp í grárri malbiks-súldinni í krampakenndum íslenska-dansflokks-hnykkjum. Gallajakka er rennt gegnum pre-reykingabanns...

Listen