Max Romeo – Chase the Devil
Hvað gerir maður gegn djöflinum? Ef hann hittir hann einn á túni til dæmis? Hvað gerir hann? Segir hæ? Berst við hann? Eða setur hann á sig járnbrynju og eltir hann. Eltir hann lengi, lengi.
Lagið “Chase the Devil” eða “Eltu Skrattann” eins og það útleggst á íslensku er köfun ofan í sál mannsins. Lagið er samið og flutt af sannfæringu, í ástandi alskynjunar, æðis ofsóknar og niðurstaðan er músíkalskt og lýrískt tómarými. Ekkert verður tekið af þessu lagi. Ekkert fer heldur inn.
Það er fullkomnað.
Radiohead - Exit Music (For a Film) Himininn yfir París. Þrútið var loft og þungur sjór. Tæring þess tærasta. Annó erótíka. Þú ert steindautt...
Nú er það áferð. Lagið sem fílað er í dag hefur sömu áferð og ef feldur af jarðíkorna væri tekinn, honum dýft ofan í...
Ragnar Bjarnason – Barn Sviðsmynd: Ísland og allt sem því fylgir sekkur í sæ. Konseptið klárast. Ekki meiri íslensk tunga. Ekki meiri Öræfajökull. Ekki...