Joan Baez - Diamonds and Rust
Hún er Venus í skelinni, móðir og meyja, Kelti og frumbyggi, sigld, sveipuð silki. Joan Baez. Ósnertanleg keramik stytta. En þó líka mjúk sem deig. Í sínu frægasta lagi gefur hún ekkert eftir í ísköldum víbrató flutningi, en ásetningurinn er heitari en kvika Merkúríusar. Hún sendir sneið á fyrrverandi elskhuga og um er að ræða Jón Bakan átján tommu með hvílauksolíu. Ermahnappar, eilífðin og ólgan.
Fílalag fékk Rún Ingvarsdóttur með í þessa fílun. Rún, sem er kynningarstjóri með áratuga fjölmiðlareynslu, nam alþjóðafræði við Berkeley Háskóla og bjó í aldingarði eilífðarhippans við San Francisco flóann en þar hún hitti Baez eitt kvöld og fékk musk-lyktina beint í vitin.
„ Yfirvofandi“ er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar hlýtt er á „To Know Him is To Love Him“ sem er fyrsti...
Ýmislegt má veiða upp úr sjöunni, enda er hún djúp og gárug eins og seiðpottur frumskaparans. Í dag er ausan að vísu ekki látin...
Youth Group – Forever Young Alphaville – Forever Young Það eru tvær útgáfur undir nálinni hjá Fílalag í dag en aðeins eitt lag. Og...