Diamonds and Rust - Tíkallasími, tunglið og tíminn

January 24, 2025 01:42:58
Diamonds and Rust - Tíkallasími, tunglið og tíminn
Fílalag
Diamonds and Rust - Tíkallasími, tunglið og tíminn

Jan 24 2025 | 01:42:58

/

Show Notes

Joan Baez - Diamonds and Rust

Hún er Venus í skelinni, móðir og meyja, Kelti og frumbyggi, sigld, sveipuð silki. Joan Baez. Ósnertanleg keramik stytta. En þó líka mjúk sem deig. Í sínu frægasta lagi gefur hún ekkert eftir í ísköldum víbrató flutningi, en ásetningurinn er heitari en kvika Merkúríusar. Hún sendir sneið á fyrrverandi elskhuga og um er að ræða Jón Bakan átján tommu með hvílauksolíu. Ermahnappar, eilífðin og ólgan.

Fílalag fékk Rún Ingvarsdóttur með í þessa fílun. Rún, sem er kynningarstjóri með áratuga fjölmiðlareynslu, nam alþjóðafræði við Berkeley Háskóla og bjó í aldingarði eilífðarhippans við San Francisco flóann en þar hún hitti Baez eitt kvöld og fékk musk-lyktina beint í vitin.

Other Episodes

Episode

August 10, 2018 00:51:15
Episode Cover

Nights in White Satin – Pluss-áklæði kynslóðanna

Hér verður sigið ofan í þægilegt aftursæti á biblíusvörtum leigubíl sem keyrir í gegnum rigninguna í gljáandi stórborg. Baby by your side. Sexan varð...

Listen

Episode

October 23, 2015 00:40:26
Episode Cover

Für Immer – Að eilífu: Súrkál

Að vera rokkari snýst um að jarða rokkið. Hamra á gítarinn eins og það sé í síðasta skipti sem hann er hamraður. Ef maður...

Listen

Episode

July 12, 2024 01:11:49
Episode Cover

Windmills of Your Mind - Hola hugmyndanna

Dusty Springfield - Windmills of Your Mind Langa-langa-langamma spinnur garn á spólu, hring eftir hring, ull sem hefur krullast og ullast í víraðan spíral...

Listen