Joan Baez - Diamonds and Rust
Hún er Venus í skelinni, móðir og meyja, Kelti og frumbyggi, sigld, sveipuð silki. Joan Baez. Ósnertanleg keramik stytta. En þó líka mjúk sem deig. Í sínu frægasta lagi gefur hún ekkert eftir í ísköldum víbrató flutningi, en ásetningurinn er heitari en kvika Merkúríusar. Hún sendir sneið á fyrrverandi elskhuga og um er að ræða Jón Bakan átján tommu með hvílauksolíu. Ermahnappar, eilífðin og ólgan.
Fílalag fékk Rún Ingvarsdóttur með í þessa fílun. Rún, sem er kynningarstjóri með áratuga fjölmiðlareynslu, nam alþjóðafræði við Berkeley Háskóla og bjó í aldingarði eilífðarhippans við San Francisco flóann en þar hún hitti Baez eitt kvöld og fékk musk-lyktina beint í vitin.
Stuðmenn – Tætum og tryllum Leggjum á borð. Það er 1975. Það er þjóðvegur. Það er ökutæki. Það er fólk um borð. Það er...
Frankie Valli and the Four Seasons - December, 1963 (Oh What a Night) Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og...
Fílalag hefur fjallað um allskonar öfga í gegnum tíðina. Í lýsingu á þættinum sem fjallaði um Elvis mátti til dæmis finna þessa setningu: „á...