Takið fram léttskyggðu fjólubláu sólgleraugun, hneppið niður efstu 3-8 tölunum á skyrtunni/blússunni, ræsið blæjubílinn. Himininn er alblár en er hægt og rólega að leysast upp í mengunarmistrað sólsetur. Það er maulandi 70s og þið eruð stödd í Los Angeles.
Vúff. Hvað er hægt að segja? Fílalag er að taka fyrir Steely Dan í dag. Hvernig er hægt að lýsa tónlist Steely Dan með orðum? Músík verður ekki graðari, þetta er eins og James Brown og Sting að bera olíu á hvern annan en samt líka að lesa ljóð á meðan. Steely Dan er nefnilega líka með nörda-element. Þetta eru graðir bókmenntanáungar, kókaðir fish-taco slafrarar sem elska samt líka að kaupa nýja strengi á gítarana sína.
Og í dag verður tekin fyrir 1977-neglan Peg. Lög verða ekki meira 70s. Ímyndið ykkur bar-mitzvah garðpartí heima hjá ógeðslega ríkum tannlækni í Los Angeles. Hvítar tennur, öfund, gleði og einhver skrítin blanda af þyngslum og léttleika.
Farið í flaksandi skyrtu. Hlustið og fílið.
DJ Shadow - Organ Donor Lygnið aftur augum. Hann er kominn að kveða burt kvíðann. Sjálfur skuggaprinsinn. DJ Shadow, í linum Dickies buxum og...
The Police – Every Breath You Take Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Wikipedia er hér um að ræða mest spilaða lag allra tíma. Takk fyrir. Kannski...
Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...