Takið fram léttskyggðu fjólubláu sólgleraugun, hneppið niður efstu 3-8 tölunum á skyrtunni/blússunni, ræsið blæjubílinn. Himininn er alblár en er hægt og rólega að leysast upp í mengunarmistrað sólsetur. Það er maulandi 70s og þið eruð stödd í Los Angeles.
Vúff. Hvað er hægt að segja? Fílalag er að taka fyrir Steely Dan í dag. Hvernig er hægt að lýsa tónlist Steely Dan með orðum? Músík verður ekki graðari, þetta er eins og James Brown og Sting að bera olíu á hvern annan en samt líka að lesa ljóð á meðan. Steely Dan er nefnilega líka með nörda-element. Þetta eru graðir bókmenntanáungar, kókaðir fish-taco slafrarar sem elska samt líka að kaupa nýja strengi á gítarana sína.
Og í dag verður tekin fyrir 1977-neglan Peg. Lög verða ekki meira 70s. Ímyndið ykkur bar-mitzvah garðpartí heima hjá ógeðslega ríkum tannlækni í Los Angeles. Hvítar tennur, öfund, gleði og einhver skrítin blanda af þyngslum og léttleika.
Farið í flaksandi skyrtu. Hlustið og fílið.
Kolbeinn Tumason & Þorkell Sigurbjörnsson - Heyr himna smiðurÁrið 2018 völdu Íslendingar sitt uppáhalds tónverk í kosningu sem haldin var á vegum Ríkisútvarpsins. Niðurstaða...
The Beta Band - Dry the Rain Þunglyndisfílgúddið verður ekki tærara en þetta. Hér er hann mættur í Pringles-mylsnaða sófann þinn: Indígírkassinn mikli sem...
Það er komið að Steina, Bruce Springsteen, í þriðja sinn hjá Fílalag. Nú er það níu-steini sem er tekinn fyrir. Hann er með kleinuhringjaskegg,...