Peg – Sexuð tannlæknastemning

April 07, 2017 01:09:25
Peg – Sexuð tannlæknastemning
Fílalag
Peg – Sexuð tannlæknastemning

Apr 07 2017 | 01:09:25

/

Show Notes

Takið fram léttskyggðu fjólubláu sólgleraugun, hneppið niður efstu 3-8 tölunum á skyrtunni/blússunni, ræsið blæjubílinn. Himininn er alblár en er hægt og rólega að leysast upp í mengunarmistrað sólsetur. Það er maulandi 70s og þið eruð stödd í Los Angeles.

Vúff. Hvað er hægt að segja? Fílalag er að taka fyrir Steely Dan í dag. Hvernig er hægt að lýsa tónlist Steely Dan með orðum? Músík verður ekki graðari, þetta er eins og James Brown og Sting að bera olíu á hvern annan en samt líka að lesa ljóð á meðan. Steely Dan er nefnilega líka með nörda-element. Þetta eru graðir bókmenntanáungar, kókaðir fish-taco slafrarar sem elska samt líka að kaupa nýja strengi á gítarana sína.

Og í dag verður tekin fyrir 1977-neglan Peg. Lög verða ekki meira 70s. Ímyndið ykkur bar-mitzvah garðpartí heima hjá ógeðslega ríkum tannlækni í Los Angeles. Hvítar tennur, öfund, gleði og einhver skrítin blanda af þyngslum og léttleika.

Farið í flaksandi skyrtu. Hlustið og fílið.

Other Episodes

Episode 0

April 03, 2020 00:57:38
Episode Cover

Organ Donor - Kvíðadrepandi félagsmiðstöðvastomper

DJ Shadow - Organ Donor Lygnið aftur augum. Hann er kominn að kveða burt kvíðann. Sjálfur skuggaprinsinn. DJ Shadow, í linum Dickies buxum og...

Listen

Episode

July 26, 2019 01:09:18
Episode Cover

Every Breath You Take – Dúnmjúkt eltihrella síris

The Police – Every Breath You Take Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Wikipedia er hér um að ræða mest spilaða lag allra tíma. Takk fyrir. Kannski...

Listen

Episode

September 28, 2018 01:06:19
Episode Cover

Our House – Afar vel smíðað hús

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...

Listen