Peg – Sexuð tannlæknastemning

April 07, 2017 01:09:25
Peg – Sexuð tannlæknastemning
Fílalag
Peg – Sexuð tannlæknastemning

Apr 07 2017 | 01:09:25

/

Show Notes

Takið fram léttskyggðu fjólubláu sólgleraugun, hneppið niður efstu 3-8 tölunum á skyrtunni/blússunni, ræsið blæjubílinn. Himininn er alblár en er hægt og rólega að leysast upp í mengunarmistrað sólsetur. Það er maulandi 70s og þið eruð stödd í Los Angeles.

Vúff. Hvað er hægt að segja? Fílalag er að taka fyrir Steely Dan í dag. Hvernig er hægt að lýsa tónlist Steely Dan með orðum? Músík verður ekki graðari, þetta er eins og James Brown og Sting að bera olíu á hvern annan en samt líka að lesa ljóð á meðan. Steely Dan er nefnilega líka með nörda-element. Þetta eru graðir bókmenntanáungar, kókaðir fish-taco slafrarar sem elska samt líka að kaupa nýja strengi á gítarana sína.

Og í dag verður tekin fyrir 1977-neglan Peg. Lög verða ekki meira 70s. Ímyndið ykkur bar-mitzvah garðpartí heima hjá ógeðslega ríkum tannlækni í Los Angeles. Hvítar tennur, öfund, gleði og einhver skrítin blanda af þyngslum og léttleika.

Farið í flaksandi skyrtu. Hlustið og fílið.

Other Episodes

Episode

June 22, 2018 00:55:46
Episode Cover

Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla

Kapteinn Ahab dó áður en hann náði að sigrast á Moby sínum Dick og lengi hefur litið út fyrir að Fílalag væri ekki að...

Listen

Episode

May 13, 2016 01:07:50
Episode Cover

Sweet Dreams – Alvara poppsins

Árið 1983 var popp farið að taka á sig alvarlega mynd. Fullt af poppstjörnum voru dánar langt fyrir aldur fram vegna ofneyslu. Fleetwood Mac...

Listen

Episode

November 19, 2017 00:43:13
Episode Cover

End Of The World – Heimsendir í dós

Betty Draper ryksugar. Herforingjar leggja drög að slátrun á uppreisnarmönnum í Suðaustur Asíu. Þriggja tonna kadilakkar skríða eftir úthverfagötum. Unglingsstúlka í pilsi liggur uppi...

Listen