Í Svörtum fötum - Dag sem dimma nátt
Oft hefur Ísland nötrað. Undan hrolli jöklanna, undan jarðhræringum, undan hafísnum, landsins forna fjanda. Oft hefur hrollurinn læst sér í taugakerfi þeirra sem hér búa, refa, minka og manna. Og hrollurinn framkallar herping, þúfur á handarbaki, húð kennda við gæsir og fygl. Það eru milljón ástæður til að fá gæsahúð á þessu landi.
En aldrei strekkist skinn Íslendings jafn mikið og í húminu. Já, þessu sjaldséða fyrirbæri sem felur í sér rökkur og kyrrð. Ekkert er jafn sjaldgæft og lognið og mildin. En þegar það brestur á, þá hrærist allt kosmós í kringum okkur, þá raða stjörnurnar sér upp og hleypa orkunni óhrindrað til okkar.
Hirðskáld húmsins, hvernig svo sem því er lýst, eru nokkur. Allt frá Fjölnismönnum til módernisa. En líklega var húmið aldrei neglt betur en í kveðskap Stefáns Hilmarssonar yfir inniskóarneglu Magnúsar Þórs Sigmundssonar sem Í svörtum fötum gerði frægt fyrir rúmum tuttugu árum.
Dag sem dimma nátt er meira en negla, það er meira en standard. Það er monster.
Það ætti ekki að vera hægt að taka húmið og strengja það upp á flaggstöng eins og Essó-fána. Húmið er viðkvæmt, eins og glóandi grámosinn og sjálfstraust ungrar þjóðar. En einstaka sinnum má strengja það upp.
Úr gullkistu FílalagsAnyone Who Had a Heart – Dusty Springfield New York. Djass. Dýpt. Tuttugasta öldin. Gulir belgvíðir leigubílar fljóta um strætin. Farþegar sökkva...
Violent Femmes - Blister in the Sun Fyrsta lag á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Violent Femmes er þeirra stærsta lag. Það heitir Blister in the...
The 5th Dimension - The Age of Aquarius Unglingar með reykelsi. Tónaðir Broadway leikarar í útpældum fatahenglum. Veröld að fara af hjörunum. Hér er...