Will You Love Me Tomorrow - Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)

May 10, 2024 01:04:47
Will You Love Me Tomorrow - Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)
Fílalag
Will You Love Me Tomorrow - Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)

May 10 2024 | 01:04:47

/

Show Notes

The Shirelles / Carole King - Will You Love Me Tomorrow

Hvað er þetta annað en paradísarmissir? Allt saman! Allar sögur! Nakið fólk að borða ávexti í vellystingum og búmm skömmustulegt fólk með fýkjublöð um klofið, grátbiðjandi um miskunn. Tveggja ára barn á bleyju, öskrandi og krotandi á veggi. Búmm. Sex ára barn í skóla, hrætt við að biðja um leyfi til að fara á klósettið, vansvefta af áhyggjum yfir því að hugsanir þess hafi tortímt stjörnu á himninum. Þetta er allt saman einn stór paradísarmissir og aftur missir og aftur missir sem gárast eins þegar steinvala lendir í tjörn, óendanlega víðfeðmur, sjálfknýjandi miklihvellur missis.

Og hér höfum við sönnunargagn A og sönnunargagn B. Will You Love Me Tomorrow, tekið með klínískum keisara í flúorlýstu sakleysi ársins 1960 og sama lag frá hassbrúnu árinu 1971. Gárur elta gárur. Sama lag, sami paradísararmissirinn, missirinn, misssirinn.

Other Episodes

Episode 0

April 30, 2021 00:57:06
Episode Cover

I Can See Clearly Now - Að skipta út hryggjarsúlu sinni fyrir sólargeisla

Johnny Nash - I Can See Clearly Now Ef fílgúdd væri vara sem maður kaupir út í búð, þá erum við í þann mund...

Listen

Episode

January 08, 2016 01:00:44
Episode Cover

Alright -Kálfum hleypt út

Eitt sterkasta afl í heiminum nefnist ungæði. Þrátt fyrir ýmsar fregnir af öðru þá elskar ungt fólk yfirleitt lífið því þegar maður er ungur...

Listen

Episode 0

September 11, 2020 00:55:26
Episode Cover

The Power of Love - Tyggjó, kærleikur, agi, höggmynd, skriðþungi, stjörnuþoka, tryggð

Jennifer Rush - The Power of Love Það er þýsk-amerísk negla í dag. Hin Ameríska Jennifer Rush fór til Þýskalands til að taka upp...

Listen