Sex on Fire - Logandi kynlíf ljónanna

May 24, 2024 00:59:39
Sex on Fire - Logandi kynlíf ljónanna
Fílalag
Sex on Fire - Logandi kynlíf ljónanna

May 24 2024 | 00:59:39

/

Show Notes

Kings of Leon - Sex on Fire

Hafið þið séð ljónshvolpa í dýragarði, leika við hvern annan, bíta í hálsa og veltast um í gamnislag, lúra svo þess á milli ofan á hver öðrum eins og tuskur. Ef það væri hægt að taka þessa orku, þetta ljónshvolpamódjó og setja á flöskur, þá væri maður með dýrmætustu vöru í heimi.

Og það tókst. Því ljónabræðurnir í Kings of Leon eru nákvæmlega þetta urrandi ómótstæðilega sjónarspil, og þeir hafa verið til sýnis í stærsta leikhúsi veraldar: leikhúsi rokksins.

Kings of Leon eru dauðateygjurnar, síðasti sopinn, dreggjarnar, síðasta sígararettan sem reykt er í innan í bílum áður en það er hætt að framleiða þá með öskubakka.

Kings of Leon eru Simbi orðinn unglingur, í eftirpartíi, með bauga, föðurlaus, dyggðugur en villtur. Disney-fantasía á sterum.

Þær eru kallaðar lyfturæður, stuttu "pitchin" þar sem saga þess sem verið er að selja er útskýrð á sem stystum tíma. Þær eru kallaðar lyfturæður því allir fá einnar mínútu séns með forstjóranum til að útskýra hugmyndina sína. En Kings of Leon þurftu ekki mínútu. Þeirra hugmynd var einföld. Við erum ljón og varan okkar er "logandi kynlíf".

Other Episodes

Episode

January 13, 2017 01:23:17
Episode Cover

Down By The River – Stóri Ufsilón

Þá er komið að fílun á einni af burðarstólpum rokksins. Neil Young er tekinn fyrir í Fílalag í dag. Það er vaðið beint í...

Listen

Episode

August 09, 2019 01:08:09
Episode Cover

Get it on – Að gefa hann góðann

T.Rex – Get it On Útvíðar buxur. Fílingur. Allt er stemning. Að dansa við jólatréð er stemning. Að láta renna í bað er stemning....

Listen

Episode

February 19, 2016 00:45:16
Episode Cover

Time Of The Season (LIVE á Húrra) – Sexí nördar

The Zombies voru enskir gleraugnanördar í rúllukragabolum. Sem betur fer voru þeir uppi in the 60s þannig að það var kúl að vera nölli...

Listen