Blue Monday - Yfirlýsing

July 24, 2020 01:07:30
Blue Monday - Yfirlýsing
Fílalag
Blue Monday - Yfirlýsing

Jul 24 2020 | 01:07:30

/

Show Notes

New Order - Blue Monday

Hvenær varð síðast bylting? Hversu gömul er sú hugmyndafræði sem við styðjumst við á Vesturlöndum í dag? Hversu gamall er nútíminn? Þurfti ekki að umturna öllum viðmiðum og setja ný mörk eftir lok síðari heimstyrjaldar - eða eftir fall kommúnismans? Hvert er skipulag hlutanna í alþjóðavæddum heimi viðskipta og hugmynda?

Sjöundi mars 1983 var mánudagur. Það var engin heimstyrjöld í gangi þá. Það voru heldur engin minnistæð þjóðfélagsátök, götuóeirðir eða upphlaup. Mánudagurinn sjöundi mars 1983 var í raun ósköp venjulegur mánudagur hjá flestum, mæðulegur eins og mánudögum er vísa. Fólk mætti í vinnuna, borðaði ristað brauð og pældi ekkert sérstaklega í hvert heimurinn stefndi.

Síðan eru liðin 37 ár.

Hitastig andrúmsloftsins hefur hækkað.

Hjörtu okkar hafa kólnað.

Other Episodes

Episode

February 07, 2015 00:53:02
Episode Cover

Say it ain’t so – Normcore krakkar þurfa að kæla sig

„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó...

Listen

Episode

March 30, 2018 00:58:47
Episode Cover

Streets of Philadelphia – Ljóðrænt Casio-mix sem mokar inn peningum og tárum

Það er komið að Steina, Bruce Springsteen, í þriðja sinn hjá Fílalag. Nú er það níu-steini sem er tekinn fyrir. Hann er með kleinuhringjaskegg,...

Listen

Episode

June 01, 2018 00:57:55
Episode Cover

Re-Sepp-Ten : „Fuck You Danmark”

VM-Holdet & Dodo – Re-Sepp-Ten: Vi er røde, vi er hvide Það ríkti mikil eftirvænting þegar Danir gáfu út stemningslag vegna þátttöku sinnar á...

Listen