New Order - Blue Monday
Hvenær varð síðast bylting? Hversu gömul er sú hugmyndafræði sem við styðjumst við á Vesturlöndum í dag? Hversu gamall er nútíminn? Þurfti ekki að umturna öllum viðmiðum og setja ný mörk eftir lok síðari heimstyrjaldar - eða eftir fall kommúnismans? Hvert er skipulag hlutanna í alþjóðavæddum heimi viðskipta og hugmynda?
Sjöundi mars 1983 var mánudagur. Það var engin heimstyrjöld í gangi þá. Það voru heldur engin minnistæð þjóðfélagsátök, götuóeirðir eða upphlaup. Mánudagurinn sjöundi mars 1983 var í raun ósköp venjulegur mánudagur hjá flestum, mæðulegur eins og mánudögum er vísa. Fólk mætti í vinnuna, borðaði ristað brauð og pældi ekkert sérstaklega í hvert heimurinn stefndi.
Síðan eru liðin 37 ár.
Hitastig andrúmsloftsins hefur hækkað.
Hjörtu okkar hafa kólnað.
Árið 1983 var popp farið að taka á sig alvarlega mynd. Fullt af poppstjörnum voru dánar langt fyrir aldur fram vegna ofneyslu. Fleetwood Mac...
The Byrds – Turn! Turn! Turn! Hvað eiga ofbeldisfullir konungar Ísraels til forna sameiginlegt með sólbrúnum 68 kynslóðar kaliforníu-hippum? Allt. Hér mæta þeir inn...
Bang Gang – So Alone Hér er farið yfir Bang Gang. Og hér er að mörgu að hyggja.Aldrei gleyma Hrafna-Flóka. Aldrei gleyma undirgöngunum undir...