Sweet Dreams – Alvara poppsins

May 13, 2016 01:07:50
Sweet Dreams – Alvara poppsins
Fílalag
Sweet Dreams – Alvara poppsins

May 13 2016 | 01:07:50

/

Show Notes

Árið 1983 var popp farið að taka á sig alvarlega mynd. Fullt af poppstjörnum voru dánar langt fyrir aldur fram vegna ofneyslu.

Fleetwood Mac var byrjað að vaða kókaínsnjóskafla upp á nafla, Ozzy var búinn að fara í sína fyrstu meðferð, John Lennon var myrtur af brjáluðum aðdáenda.

Það hefur enginn sagt að poppið sé „hits only“. Það er ljótur leikur. Stundum ertu að vinna og stundum ertu að skíttapa. Flestar stjörnur hafa prófað bæði. Það er gaman.

Um þetta fjallar þessi risasmellur Eurythmics. Þetta er hinn ljúfi poppdraumur. Að nota og vera notaður og halda reisn á meðan.

Slakið á, látið renna í heitt bað og líðið ofan í drauminn.

Other Episodes

Episode 0

February 21, 2020 01:09:56
Episode Cover

Cry Me a River - Leyfðu mér að fljóta á kanó á stórfljóti tára þinna

Justin Timberlake - Cry Me a RiverGestófíll: Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas Hann ólst í Mikka Mús klúbbnum, missti nánast sveindóminn með svörtu eyrun á hausnum...

Listen

Episode 0

September 11, 2020 00:55:26
Episode Cover

The Power of Love - Tyggjó, kærleikur, agi, höggmynd, skriðþungi, stjörnuþoka, tryggð

Jennifer Rush - The Power of Love Það er þýsk-amerísk negla í dag. Hin Ameríska Jennifer Rush fór til Þýskalands til að taka upp...

Listen

Episode

November 29, 2019 00:53:29
Episode Cover

Bitter Sweet Symphony – Að fasa út sársaukann

The Verve – Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi...

Listen