Torn – David Schwimmer. Ljót peysa. Svampmáluð íbúð.

March 23, 2018 01:02:56
Torn – David Schwimmer. Ljót peysa. Svampmáluð íbúð.
Fílalag
Torn – David Schwimmer. Ljót peysa. Svampmáluð íbúð.

Mar 23 2018 | 01:02:56

/

Show Notes

Fílalag var soldið torn yfir því hvort fíla ætti lag dagsins. Um er að ræða mikið meginstraums lag – kannski full mikið af því góða. Popp gerist ekki meira toro-þurrsósupakkað en þetta. En eins og er svo oft með góð popplög, þá er eitthvað verulega djúsí undir yfirborðinu.
Torn er fyrsti (og í raun eini) smellur Natalie Imbruglia, en þessi ástralska söng- og leikkona þurfti ekki að gera meira til að festa sig í sessi sem millennium drottning allrar heimsbyggðar. Hún kom sá og mauksigraði heiminn með easy-listening break up ballöðunni sinni, Torn. Lagið er reyndar samið af LA-singer-songwriter hestahölum og fyrst flutt af danskri söngkonu 1993, en það kom ekki að sök. Imbruglia tók lagið og negldi heiminn með því 1997.
Við erum í tuttugu ára fassjon hringekjunni. Krakkarnir eru að kaupa sér 1997 re-issue Nike pabba-hlaupaskó eins og enginn sé morgundagurinn, til að negla Steve Jobs lúkkið. Og allir eru að hlusta á Torn og snarfíla það, jafnvel meira en nokkru sinni fyrr.

Other Episodes

Episode

July 15, 2016 00:56:58
Episode Cover

A Case Of You – Gúmmítöffarar þagna

Joni Mitchell er ein af stóru stjörnunum á himinhvolfinu. Tónlistarkonan sem listamenn eins og Bob Dylan og Prince grétu sig í svefn yfir. Hæfileikar...

Listen

Episode

January 14, 2016 00:48:57
Episode Cover

Wild Is The Wind – Tímalaus vindurinn

Fyrir aðeins nokkrum dögum síðan grunaði fáa að David Bowie væri feigur. Hann var ekki eins og hinir poppararnir, byrjaður að glamra sig niður...

Listen

Episode 0

February 14, 2020 00:58:35
Episode Cover

Superstar - Hvítar tennur, brúnt leður

Carpenters - Superstar Trésmiðurinn brúnast í sólinni. Leðurólar Jésú-sandalanna herpast um svitastorkna ökkla. Það húmar að. Raðmorðingjamyrkur skellur á. Vaktmaður Golfklúbbsins er skorinn á...

Listen