Torn – David Schwimmer. Ljót peysa. Svampmáluð íbúð.

March 23, 2018 01:02:56
Torn – David Schwimmer. Ljót peysa. Svampmáluð íbúð.
Fílalag
Torn – David Schwimmer. Ljót peysa. Svampmáluð íbúð.

Mar 23 2018 | 01:02:56

/

Show Notes

Fílalag var soldið torn yfir því hvort fíla ætti lag dagsins. Um er að ræða mikið meginstraums lag – kannski full mikið af því góða. Popp gerist ekki meira toro-þurrsósupakkað en þetta. En eins og er svo oft með góð popplög, þá er eitthvað verulega djúsí undir yfirborðinu.
Torn er fyrsti (og í raun eini) smellur Natalie Imbruglia, en þessi ástralska söng- og leikkona þurfti ekki að gera meira til að festa sig í sessi sem millennium drottning allrar heimsbyggðar. Hún kom sá og mauksigraði heiminn með easy-listening break up ballöðunni sinni, Torn. Lagið er reyndar samið af LA-singer-songwriter hestahölum og fyrst flutt af danskri söngkonu 1993, en það kom ekki að sök. Imbruglia tók lagið og negldi heiminn með því 1997.
Við erum í tuttugu ára fassjon hringekjunni. Krakkarnir eru að kaupa sér 1997 re-issue Nike pabba-hlaupaskó eins og enginn sé morgundagurinn, til að negla Steve Jobs lúkkið. Og allir eru að hlusta á Torn og snarfíla það, jafnvel meira en nokkru sinni fyrr.

Other Episodes

Episode

July 05, 2019 01:03:26
Episode Cover

Virtual Insanity – Að dansa sig frá vandræðum

Jamiroquai – Virtual Insanity Varúð, varúð! Framundan er fílun á flíspeysuslagara. Inka gullið er fundið. Fönk-fnykinn leggur yfir allan bæinn. Peningalykt.  Það er Jay...

Listen

Episode

September 28, 2018 01:06:19
Episode Cover

Our House – Afar vel smíðað hús

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...

Listen

Episode 0

March 20, 2020 01:30:31
Episode Cover

Alheimssturtan - Óðurinn til gleðinnar: Gestófíll Jóhann Alfreð

Ludwig van Beethoven - Óðurinn til gleðinnar Gestófíll: Jóhann Alfreð Kristinsson Það sem lagt hefur verið á álfuna. Fyrst voru það kóngarnir, púðraðir, grimmir...

Listen