Streets of Philadelphia – Ljóðrænt Casio-mix sem mokar inn peningum og tárum

March 30, 2018 00:58:47
Streets of Philadelphia – Ljóðrænt Casio-mix sem mokar inn peningum og tárum
Fílalag
Streets of Philadelphia – Ljóðrænt Casio-mix sem mokar inn peningum og tárum

Mar 30 2018 | 00:58:47

/

Show Notes

Það er komið að Steina, Bruce Springsteen, í þriðja sinn hjá Fílalag. Nú er það níu-steini sem er tekinn fyrir. Hann er með kleinuhringjaskegg, barta og líka rokkabillí hár. Mikið í gangi, samt í tilvistarkreppu. Hollywood hringir og vill fá lag frá honum fyrir myndina Philadelphia.
Steini klæðir sig í þrjár hettupeysur, sækir Casio hljómborð, setur einfaldasta trommuheilann á, spilar liggjandi hljómamottu og muldrar svo ljóðræna snilld inn í vitund heimsbyggðarinnar. Hann selur milljónir, fær óskarinn, finnur sjálfan sig og fer svo aftur heim að gera við mótorhjólið sitt. Case closed.
Farið í fósturstellingu, nötrið og fílið.

Other Episodes

Episode

January 08, 2016 01:00:44
Episode Cover

Alright -Kálfum hleypt út

Eitt sterkasta afl í heiminum nefnist ungæði. Þrátt fyrir ýmsar fregnir af öðru þá elskar ungt fólk yfirleitt lífið því þegar maður er ungur...

Listen

Episode 0

March 19, 2021 00:43:43
Episode Cover

Sk8er Boi - Halló litli villikötturinn minn

Avril Lavigne - Sk8er Boi Opnaðu ferska dós af tennisboltum (já, tennisboltar eru seldir í dósum og þær opnast með flipa eins og gosdósir...

Listen

Episode

August 16, 2019 01:01:24
Episode Cover

West End Girls – Brakandi sigur

Pet Shop Boys – West End GirlsÞað brakar í poppkorni. Það heyrist til dæmis afar skýrt í bíósölum rétt áður en kvikmyndin hefst. Fátt...

Listen