Ludwig van Beethoven - Óðurinn til gleðinnar
Gestófíll: Jóhann Alfreð Kristinsson
Það sem lagt hefur verið á álfuna. Fyrst voru það kóngarnir, púðraðir, grimmir og graðir. Blóðið bunaði. Svo voru það byltingarsinnarnir, grimmari, graðari, hraðari. Blóðið spýttist. Svo var það Napóleon, púðraður, graður og agaður og blóðið fossaðist. Og með þessu fylgdist Schiller og síðar Lúðvík gamli rófubóndi og heilluðust og hneyksluðust á víxl.
Eitt voru þeir þó vissir um. Að ofar tjaldi himnanna byggi miskunnsamur Guð. Í máli og tónum ortu þeir uppgjör við grimmdina og niðurstaðan varð óður. Til gleðinnar, hét það. Og það er allt lagt undir. Mökunarkall rostunga, fjórfaldur kór, yfirveðsett lengd og bara fyrst og fremst sturtan mikla.
Síðar átti sturtan eftir að vera notuð í pólitískum tilgangi. Til að sameina Evrópu við lok kalda stríðsins. Og herra Guð ofar stjörnutjaldi. Það tókst. Helmut Kohl að hægprumpa í stól í Bonn með Óðinn glamrandi er alföðursdómur okkar allra.
Og aldrei láta þann glæp henda að Evrópa sundrist að nýju. Ekki láta það gerast. Ekki á ykkar vakt. Schiller og Beethoven lögðu allt of mikið á sig til að það megi gerast. Þetta voru átök. Þessi sturta er ekki ókeypis. Hún er sú dýrasta af öllu dýrmætu. Gísa-Pýramídi evrópskrar menningar.
Sinfónía númer 9 í d moll, opus 125, fjórði hluti. Stjórnandi, Herbert von Karajan. Gjörið svo vel.
Dusty Springfield - Son of a Preacher Man Fíkja veraldar. Svið biblískra atburða. Martin Luther King skotinn til bana á mótelsvölum. Memphis, 1968. Svið...
Úr gullkistu alvarpsins – Fílalag – Angie í Brussels Snorri og Ebbi hafa verið á ferðalagi og náðu ekki að taka upp þátt í...
Neil Diamond - Sweet Caroline Þá er komið að augabrúnunum frá Brooklyn. Neil Diamond. Axlafílarinn mikli. Strit og uppskera. Hvolpaást í sumarbúðum. Vor, sumar,...