Baker Street – Sósa lífsins

March 16, 2018 00:59:02
Baker Street – Sósa lífsins
Fílalag
Baker Street – Sósa lífsins

Mar 16 2018 | 00:59:02

/

Show Notes

Er til eitthvað stemmdara fyrirbæri í heiminum heldur en alkólíseraður kokkur í fíling? Miðaldra, fráskilinn maður að hræra í potti og hlusta á tónlist úr gömlu Panasonic útvarpi? Er til hrjúfari gæsahúð en á baki slíks kokks, þar sem hann hlustar á sitt uppáhalds lag og hellir úr rauðvínsflösku ofan í pottinn? Líklega ekki.
En hvaða lag skyldi stemmdi kokkurinn hlusta á til að komast í svona rosalegan fíling. Mörg lög koma til greina, en ekkert dúndrar svona fólki í meiri fíling heldur en Baker Street með Gerry Rafferty. Þetta lag, með sinn rosalega saxa-húkk og exístensíalíska texta. Þetta er lag fyrir fólk sem vill hverfa, hverfa úr aðstæðum sínum, fuðra upp í fíling þannig að ekkert er eftir nema rjúkandi skórnir á gólfinu.
Gerry Rafferty er líka maðurinn sem hvarf. Hann var alltaf að hverfa, enda alkólíseraður Skoti, stemnings-Kelti sem varð helblúsaður inn á milli. Hann er hinn mesti og stærsti léttskyggings-sólgleraugnameistari sem sjöan ól – og ekki voru þeir fáir.
Njótið. Fílið ykkur í botn. Hrærið í sósu lífs ykkar. Með Bakarastrætið í botni. Frelsist. Andið. Hverfið.

Other Episodes

Episode

April 07, 2017 01:09:25
Episode Cover

Peg – Sexuð tannlæknastemning

Takið fram léttskyggðu fjólubláu sólgleraugun, hneppið niður efstu 3-8 tölunum á skyrtunni/blússunni, ræsið blæjubílinn. Himininn er alblár en er hægt og rólega að leysast...

Listen

Episode 0

December 22, 2019 01:06:13
Episode Cover

Stanslaust stuð - Glimmer á lifrapylsu

Páll Óskar - Stanslaust stuð Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur...

Listen

Episode

January 27, 2017 00:40:53
Episode Cover

Holding Back The Years – Gamli góði Rauður

Hafið þið einhverntíman átt bíl og skírt hann nafni? Ef hann er rauður er mjög líklegt að hann hafi einfaldlega fengið það nafn: Rauður....

Listen