Baker Street – Sósa lífsins

March 16, 2018 00:59:02
Baker Street – Sósa lífsins
Fílalag
Baker Street – Sósa lífsins

Mar 16 2018 | 00:59:02

/

Show Notes

Er til eitthvað stemmdara fyrirbæri í heiminum heldur en alkólíseraður kokkur í fíling? Miðaldra, fráskilinn maður að hræra í potti og hlusta á tónlist úr gömlu Panasonic útvarpi? Er til hrjúfari gæsahúð en á baki slíks kokks, þar sem hann hlustar á sitt uppáhalds lag og hellir úr rauðvínsflösku ofan í pottinn? Líklega ekki.
En hvaða lag skyldi stemmdi kokkurinn hlusta á til að komast í svona rosalegan fíling. Mörg lög koma til greina, en ekkert dúndrar svona fólki í meiri fíling heldur en Baker Street með Gerry Rafferty. Þetta lag, með sinn rosalega saxa-húkk og exístensíalíska texta. Þetta er lag fyrir fólk sem vill hverfa, hverfa úr aðstæðum sínum, fuðra upp í fíling þannig að ekkert er eftir nema rjúkandi skórnir á gólfinu.
Gerry Rafferty er líka maðurinn sem hvarf. Hann var alltaf að hverfa, enda alkólíseraður Skoti, stemnings-Kelti sem varð helblúsaður inn á milli. Hann er hinn mesti og stærsti léttskyggings-sólgleraugnameistari sem sjöan ól – og ekki voru þeir fáir.
Njótið. Fílið ykkur í botn. Hrærið í sósu lífs ykkar. Með Bakarastrætið í botni. Frelsist. Andið. Hverfið.

Other Episodes

Episode 0

December 06, 2019 00:51:08
Episode Cover

Only Shallow - Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur

My Bloody Valentine - Only Shallow Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður...

Listen

Episode 0

April 17, 2020 01:17:23
Episode Cover

Hausverkun - Drullumall sem varð að múr

Botnleðja - Hausverkun Gestófíll: Ari Eldjárn Það er komið að því. Hnausþykk fílun á bestu rokkhljómsveit síðari tíma á Íslandi. Ari Eldjárn var kallaður...

Listen

Episode

April 12, 2024 01:03:26
Episode Cover

Perfect Day - Fullkominn dagur (Live frá Kex Hostel)

Lou Reed - Perfect Day Í tilefni tíu ára afmælis Fílalag var ákveðið að hóa saman fólki og henda í snar basic live-fílun á...

Listen