Lynyrd Skynyrd - Free Bird
Það er morgun. Beikonlitaður mótorhjólamaður kjammsar á djúpsteiktri krókódílatá. Hitamælirinn sýnir 40, rakamælirinn er sprunginn. Úr útvarpinu heyrast skruðningar þar til það brestur á með Free Bird.
Krómsleginn álsívalningur flýgur um loftin blá. Sólglampandi fiðrildi fleygir sér inn í opinn og bjartan faðm maís-akranna. Við erum kannski ekki snákar, limlausar lengjur eftir refsingu Herrans, en við erum heldur ekki vængjaðir sem fuglar. Við bara erum það ekki.
Þótt stokkið frá hæsta háhýsi þá tekur yfirleitt bara nokkrar sekúndur að falla til jarðar. Þótt stokkið sé úr flugfél eru þetta í besta falli nokkrar mínútur.
En hér eru 9 mínútur og 10 sekúndur af frjálsu falli. Er á meðan er.
Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning. Fílalag...
Ekkert er jafn síkópatískt, en að sama skapi gaman, eins og að leggja vandlega á borð fyrir sjálfan sig. Bjóða sjálfum sér í mat....
„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í...