Lynyrd Skynyrd - Free Bird
Það er morgun. Beikonlitaður mótorhjólamaður kjammsar á djúpsteiktri krókódílatá. Hitamælirinn sýnir 40, rakamælirinn er sprunginn. Úr útvarpinu heyrast skruðningar þar til það brestur á með Free Bird.
Krómsleginn álsívalningur flýgur um loftin blá. Sólglampandi fiðrildi fleygir sér inn í opinn og bjartan faðm maís-akranna. Við erum kannski ekki snákar, limlausar lengjur eftir refsingu Herrans, en við erum heldur ekki vængjaðir sem fuglar. Við bara erum það ekki.
Þótt stokkið frá hæsta háhýsi þá tekur yfirleitt bara nokkrar sekúndur að falla til jarðar. Þótt stokkið sé úr flugfél eru þetta í besta falli nokkrar mínútur.
En hér eru 9 mínútur og 10 sekúndur af frjálsu falli. Er á meðan er.
Árið er 1971. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið þeldökk ungmenni í hundruð þúsunda tali úr ryðguðum vonleysis iðnborgum sínum og sent þau í stríð til...
Gestófíll: Ilmur Kristjánsdóttir Þeir frelsuðu unglinga á Vesturströnd Bandaríkjanna, þeir frelsuðu unglinga í Bangkok á Tælandi. Þeir frelsuðu unglinga í Austurbæ Reykjavíkur. Nirvana kom...
Fílalag heldur áfram að hringsnúast í kringum Bítlana eins og köttur í kringum heitan graut. Í dag er sjálfur sir Paul McCartney tekinn fyrir...