Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning.
Fílalag snýst um stemningu – og líklega hefur hún aldrei verið jafn mikil og í þessu lagi. Þvílíkur fílingur. Það þekkja allir þetta lag. Þau ykkar sem hafið aldrei fílað það, þið eruð ekki mennsk. Lykla-Pétur! Ekki hleypa fólki inn sem hefur aldrei fílað þetta lag. Vísaðu þeim annað.
The Jam – A Town Called Malice Nú er moddið tekið fyrir í allri sinni dýrð. Sultan er fíluð. Paul Weller í brakandi ullarjakkafötum...
Billy Joel - Uptown Girl Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á...
Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu...