The Night They Drove Old Dixie Down – Sundlaugarbakki í Hollywood 1969

January 02, 2016 01:08:06
The Night They Drove Old Dixie Down –  Sundlaugarbakki í Hollywood 1969
Fílalag
The Night They Drove Old Dixie Down – Sundlaugarbakki í Hollywood 1969

Jan 02 2016 | 01:08:06

/

Show Notes

Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að kneyfa hann fyrr. En nú verður það gert.

The Band í öllu sínu veldi með eitt sitt stærsta lag: The Night They Drove Old Dixie Down frá 1969.

The Band voru fyrrum túrband Dylans, en þar áður voru þeir sveittir truck-stop rokkarar en árið 1969 voru þeir fyrst og fremst sjóðheitir tónlistarmenn – umfram allt voru þeir samt alltaf loðnir og langfreðnir.

Lagið fjallar um stærstu viðburði amerískrar sögu, fall sambandsríkisins við lok Þrælasríðsins.

Þetta er epískt, þetta er gott. Þetta er ekki rafretta.

Þetta er ekki æfing.

Þetta er Richmond Virginia tóbak bleytt með sveppaolíu.

Varið ykkur.

Other Episodes

Episode

November 27, 2015 01:30:29
Episode Cover

Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The...

Listen

Episode

September 27, 2024 00:56:11
Episode Cover

Eitt lag enn - Sprittkerti á Stórhöfða

Brimkló - Eitt lag enn Það er myrkur. Það er kalt. En hérna inni er heitt. Funheitt og huggulegt. Það er stórhríð úti. Úlfurinn...

Listen

Episode 0

June 04, 2021 01:18:39
Episode Cover

Uptown Girl - Blöðruselur í brunastiga

Billy Joel - Uptown Girl Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á...

Listen