Er líða fer að jólum – Bjargvætturinn í rúllustiganum

December 18, 2015 00:43:43
Er líða fer að jólum –  Bjargvætturinn í rúllustiganum
Fílalag
Er líða fer að jólum – Bjargvætturinn í rúllustiganum

Dec 18 2015 | 00:43:43

/

Show Notes

Hið fullkomna jólaskap er hátíðarblanda af kvíða og tilhlökkun.

Það er ekkert gaman að jólunum nema klifrað sé upp og niður tilfinningastigann í aðdraganda þeirra.

Í dag verður íslensk jólaskammdegis-negla fíluð.

Er líða fer að jólum er skapað af heilagri þrenningu íslenskrar dægurtónlistar: Ómar Ragnarsson samdi textann (faðirinn). Gunnar Þórðarson samdi lagið (sonurinn) og Ragnar Bjarnason flýtur dúnmjúkur yfir þessu öllu og syngur (hinn heilagi andi).

Þetta er lagið sem hefur bjargað hundruð Íslendinga frá bráðum bana í aðdraganda jólanna.

Lagið er dúnmjúkt, sándið er þunnt og veikt en að sama skapi áferðarfagurt.

Þeir sem ekki fíla þetta þeir fíla bara ekki jólin.

Other Episodes

Episode 0

March 26, 2021 01:42:03
Episode Cover

Hallelujah - Heilög gredda

Hallelujah - Ýmsir Leonard Cohen var 49 ára þegar hann tók upp lagið Hallelujah fyrir plötu sína “Various Positions”. Plötunni var hafnað af bandaríska...

Listen

Episode

December 22, 2019 01:06:13
Episode Cover

Stanslaust stuð – Glimmer á lifrapylsu

Páll Óskar – Stanslaust stuð Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur...

Listen

Episode 0

September 11, 2020 00:55:26
Episode Cover

The Power of Love - Tyggjó, kærleikur, agi, höggmynd, skriðþungi, stjörnuþoka, tryggð

Jennifer Rush - The Power of Love Það er þýsk-amerísk negla í dag. Hin Ameríska Jennifer Rush fór til Þýskalands til að taka upp...

Listen