Er líða fer að jólum – Bjargvætturinn í rúllustiganum

December 18, 2015 00:43:43
Er líða fer að jólum –  Bjargvætturinn í rúllustiganum
Fílalag
Er líða fer að jólum – Bjargvætturinn í rúllustiganum

Dec 18 2015 | 00:43:43

/

Show Notes

Hið fullkomna jólaskap er hátíðarblanda af kvíða og tilhlökkun.

Það er ekkert gaman að jólunum nema klifrað sé upp og niður tilfinningastigann í aðdraganda þeirra.

Í dag verður íslensk jólaskammdegis-negla fíluð.

Er líða fer að jólum er skapað af heilagri þrenningu íslenskrar dægurtónlistar: Ómar Ragnarsson samdi textann (faðirinn). Gunnar Þórðarson samdi lagið (sonurinn) og Ragnar Bjarnason flýtur dúnmjúkur yfir þessu öllu og syngur (hinn heilagi andi).

Þetta er lagið sem hefur bjargað hundruð Íslendinga frá bráðum bana í aðdraganda jólanna.

Lagið er dúnmjúkt, sándið er þunnt og veikt en að sama skapi áferðarfagurt.

Þeir sem ekki fíla þetta þeir fíla bara ekki jólin.

Other Episodes

Episode

November 06, 2015 00:25:02
Episode Cover

Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

Árið er 1965 og við erum stödd í Texas. Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús....

Listen

Episode

August 26, 2016 00:48:49
Episode Cover

Týnda kynslóðin – Núna beygla allir munninn

Nú eru engir sjénsar teknir hjá Fílalag og músík tekin fyrir sem allir Íslendingar yfir tólf ára aldri hafa öskursungið. Nú er það bjart,...

Listen

Episode 0

May 09, 2025 01:00:16
Episode Cover

Don't Know Much - Sölufuglinn

Linda Ronstadt og Aaron Neville – Don’t Know Much Linda Ronstadt er svalan sem syngur fyrir Bandaríkin. Að vísu hefur hún misst röddina nú...

Listen