Mikið uppnám varð í herbúðum Fílalags í vikunni. Snorri sendi Bergi Ebba skilaboð. Í þeim stóð orðrétt: „Trommarinn í Roxy Music var að senda mér e-mail. Þurfum að taka upp þátt NÚNA“.
Málið er útskýrt betur í þættinum. Lagið sem er tekið fyrir er af fyrstu Roxy plötunni frá 1972.
Strákarnir fara yfir allt það sem skiptir máli í þessum þætti: tennurnar á Bryan Ferry, sígarettupakkana sem voru vafðir utan um trommukjuða Paul Thompsons, loftmengunina í Newcastle, djammið í London, glamið, poppið, pornið og póstmódernismann.
Klæðið ykkur í hvítan smóking. Það er Roxy Music Time.
Sérstakur gestófíll: Valdimar Guðmundsson Jeff Buckley var með allt. Lúkkið, lögin, sándið og líka stöðugan og vaxandi meðbyr innan bransans. Svo þurfti hann að...
Fílalag hringdi í einn af spámönnum sínum. Fílalag: „Er það Einar Kárason?…hæ, við erum með hlaðvarpsþátt sem fjallar um að fíla lag og við...
Avril Lavigne - Sk8er Boi Opnaðu ferska dós af tennisboltum (já, tennisboltar eru seldir í dósum og þær opnast með flipa eins og gosdósir...