Mikið uppnám varð í herbúðum Fílalags í vikunni. Snorri sendi Bergi Ebba skilaboð. Í þeim stóð orðrétt: „Trommarinn í Roxy Music var að senda mér e-mail. Þurfum að taka upp þátt NÚNA“.
Málið er útskýrt betur í þættinum. Lagið sem er tekið fyrir er af fyrstu Roxy plötunni frá 1972.
Strákarnir fara yfir allt það sem skiptir máli í þessum þætti: tennurnar á Bryan Ferry, sígarettupakkana sem voru vafðir utan um trommukjuða Paul Thompsons, loftmengunina í Newcastle, djammið í London, glamið, poppið, pornið og póstmódernismann.
Klæðið ykkur í hvítan smóking. Það er Roxy Music Time.
Flowers – Glugginn Gestófíll: Teitur Magnússon Fílalag grefur í gullkistu sína að þessu sinni og töfrar fram eina af sínum fyrstu fílunum. Um er...
Blur voru ein stærsta popphljómsveit níunnar. Damon Albarn var poppskrímsli sem þefaði uppi stemningu og samdi popphittara. Hann elskaði athygli og poppkúltúr. En innan...
George Harrison - Got My Mind Set on You Hawai-skyrtuklædd Samsonite taska með bavíana-rass situr á Kastrup og drekkur 40 millítra af colgate tannkremi....