Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band með söngvara sem hefur raddsvið upp á tvær nótur að spreyta sig á euro-poppi. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis? Allt.
Þess vegna er þetta popp-hittari. Vegna þess að þetta er rangt og klikkað. The Bad Touch er eitt mest spilaða lag síðari tíma. Hér er blandað saman sora Bandaríkjanna við sora Evrópu og niðurstaðan er gúmmilaði sem jafnvel hörðustu elítistar geta ekki sagt nei við.
Kylie Minogue - Can't Get You Out Of My Head Orðið "popp" til að lýsa ákveðinni tegund tónlistar er einstaklega mikil svikamylla því það...
Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum...
Crazy - Patsy Cline Kötturinn svífur um eldhúsið. Hárþurrkan syngur sópran inn á baði. Rafmagnslínurnar svigna milli stauranna úti á götu og spila hægan...