Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band með söngvara sem hefur raddsvið upp á tvær nótur að spreyta sig á euro-poppi. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis? Allt.
Þess vegna er þetta popp-hittari. Vegna þess að þetta er rangt og klikkað. The Bad Touch er eitt mest spilaða lag síðari tíma. Hér er blandað saman sora Bandaríkjanna við sora Evrópu og niðurstaðan er gúmmilaði sem jafnvel hörðustu elítistar geta ekki sagt nei við.
Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að...
Flowers – Glugginn Gestófíll: Teitur Magnússon Fílalag grefur í gullkistu sína að þessu sinni og töfrar fram eina af sínum fyrstu fílunum. Um er...
Ben E. King - Stand By Me Viltu vera konungur, en finnst of mikið vesen að gera uppreisn og drepa gamla kónginn? Viltu vera...