Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band með söngvara sem hefur raddsvið upp á tvær nótur að spreyta sig á euro-poppi. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis? Allt.
Þess vegna er þetta popp-hittari. Vegna þess að þetta er rangt og klikkað. The Bad Touch er eitt mest spilaða lag síðari tíma. Hér er blandað saman sora Bandaríkjanna við sora Evrópu og niðurstaðan er gúmmilaði sem jafnvel hörðustu elítistar geta ekki sagt nei við.
The Kinks – The Village Green Preservation Society Fílalag kafar djúpt ofan í glatkistuna að þessu sinni og grefur upp eina frumfílun frá júní...
France Gall – Laisse Tomber Les Filles Mið-sexu stælarnir. Tyggjóið. Franska yfirlætið. Gainsbourg-töfrarnir. Stelpu yé-yé. Þetta er gírandi. Fíkn. Daníelsbók biblíunnar. Úthverfi í London....
Robyn gaf út Dancing on My Own árið 2010 en það lifir enn góðu lífi á skemmtistöðum og heimapartíum út um allan heim. Lagið...