Coffee & TV – Alkóríseruð indí-drulla, endastöð, snilldarstöð

June 29, 2018 01:06:38
Coffee & TV – Alkóríseruð indí-drulla, endastöð, snilldarstöð
Fílalag
Coffee & TV – Alkóríseruð indí-drulla, endastöð, snilldarstöð

Jun 29 2018 | 01:06:38

/

Show Notes

Blur voru ein stærsta popphljómsveit níunnar. Damon Albarn var poppskrímsli sem þefaði uppi stemningu og samdi popphittara. Hann elskaði athygli og poppkúltúr. En innan Blur var líka að finna hreinræktaða indídrullu í formi gítarleikarans Graham Coxon.
Og eins og gengur brenndi Blur brýr að baki sér. Það er erfitt að halda sér á popp-toppnum. Og þá kom indídrullan Coxon sterkur inn. Eftir að hafa legið þunnur og hálf-fullur á börum í London samdi hann þennan óð til slakkerismans: sannkallað lágmenningarkall um kaffi og sjónvarp, slaufaðan í loftþéttann indípakka. Og það var fokkismi sem þessi sem í raun bjargaði arfleið Blur.
Heyr er sögu ríkari. Hér er þetta helsta tekið fyrir. Næntís-kryppur, samspil skate-menningar og líkamsstöðu, gallabuxnasnið og fleira og fleira.

Other Episodes

Episode 0

December 11, 2020 00:57:38
Episode Cover

Euphoria - Bugles, Dópamín, kerúbíni þenur lúður

Loreen - Euphoria Þríhöfða vöðvatröll stígur niður úr leikmyndageimskipi .Glussahljóð fyllir skálar eyrna. Fasteignasali í Reykjavík kaupir ljótan jakka í Sautján. Buglesi er sturtað...

Listen

Episode

July 06, 2018 01:54:08
Episode Cover

What’s Going On – Hvað er í gangi??!!

Árið er 1971. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið þeldökk ungmenni í hundruð þúsunda tali úr ryðguðum vonleysis iðnborgum sínum og sent þau í stríð til...

Listen

Episode 0

June 04, 2021 01:18:39
Episode Cover

Uptown Girl - Blöðruselur í brunastiga

Billy Joel - Uptown Girl Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á...

Listen