(Don’t Fear) The Reaper – Dasað, ráðvillt, daður við dauðann

August 25, 2017 01:19:56
(Don’t Fear) The Reaper – Dasað, ráðvillt, daður við dauðann
Fílalag
(Don’t Fear) The Reaper – Dasað, ráðvillt, daður við dauðann

Aug 25 2017 | 01:19:56

/

Show Notes

Sjöan tók Guðmund og Geirfinn og Íslendingar eru enn ráðvilltir um hvað gerðist. Hvernig gátu tveir ungir karlmenn horfið inn í myrkrið? En í Bandaríkjunum var sjöan eins og ryksuga og ungmennin hurfu í stórum stíl eins og enginn væri morgundagurinn.

Amerísk sjöa: Krakkar að stíga yfir í móðuna, krakkar að láta sig gossa.

Blue Öyster Cult voru gítarklæddu hirðingjarnir. Einskonar ameríkaníseruð útgáfa af Black Sabbath eða Zeppelin, þó blíðari og oggulítið væmnari. En þeir döðruðu við myrkrið – kannski meira en böndin sem þau líktust. Og líklega hvergi meira en í sínum allra stærsta hittara: Don’t Fear the Reaper.

Ekki hræðast sláttumanninn. Ekki hræðast dauðann. Taktu í hönd mína. Deyjum saman. Sungu rokkdelarnir undir dáleiðandi kúabjöllu-greddu og unglingarnir fylgdu í humátt á eftir og fjölmargir gengu myrkrinu á hönd.

Í dag er þetta gullbylgjumoli eða síðasta lag fyrir fréttir á Rás 2. Ekkert stress. En að baki þessu liggur þungi sjöunnar, og það eru ekki lítil þyngsli. Þyngsli amerískrar sjöu eru mögulega mestu þyngsli sögunnar. Ekki hræðast sláttumanninn.

Other Episodes

Episode

September 13, 2019 01:00:58
Episode Cover

The Boy With The Arab Strap – Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)

Belle & Sebastian – The Boy With the Arab Strap Íslendingar athugið. Það er til enn kaldhæðnara og grárra samfélag en það íslenska. Við...

Listen

Episode

March 29, 2019 00:46:29
Episode Cover

Unchained Melody – Ballad Maximus

Righteous Brothers – Unchained MelodyHvað er hægt að segja? Hér er um að ræða stærstu ballöðu hins vestræna heims. Lag sem hættir ekki að...

Listen

Episode

January 27, 2017 00:40:53
Episode Cover

Holding Back The Years – Gamli góði Rauður

Hafið þið einhverntíman átt bíl og skírt hann nafni? Ef hann er rauður er mjög líklegt að hann hafi einfaldlega fengið það nafn: Rauður....

Listen