Fílalag kafar djúpt í dag. Það er alvöru listahátíðar-kröns í boði. Lagið Jesse með Scott Walker er uppgjör við ellefta september.
En Jesse er líka uppgjör við hversu langt er hægt að teygja dægurtónlist í átt að kjaftæði. Og það má segja að niðurstaðan sé: svona langt. En líklega ekki lengra.
Áhugaverðar umræður í Fílalag í dag. Um Scott Walker, níu líf í tónlistarbransanum, fasteignaskatta á kastölum og margt fleira.
Djúpfílið.
Cypress Hill - I Wanna Get High Það er komið að skoti úr bongóinu. Hér er um negul-neglu að ræða. Kúbversk-mexíkönsku-amerísku á-skala-við-Billy-Joel-seljandi gangsterarnir frá...
Sagan sem sögð er í nýjasta þætti Fílalags er líklega ein sú stærsta í rokksögunni. Þátturinn fjallar um Laylu, blúsrokk-neglu Eric Claptons og félaga...
Síðasti Fílalags-þáttur fjallaði um George Michael. Þátturinn var sendur út á Þorláksmessu og hann dó tveimur dögum síðar. Svipað var uppi á teningnum í...