Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar

November 17, 2017 01:12:22
Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar
Fílalag
Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar

Nov 17 2017 | 01:12:22

/

Show Notes

En auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Í tónlist Radiohead er skíma – það er von í henni. Von fyrir intróvert lúðana, veggjalýsnar og alla sem eru krepptir. Það er von því Radiohead eru sigurvegarar sem lyfta hlustendum sínum upp úr hyldýpinu. En það má ekki fara of hratt upp úr. Þá fær maður kafaraveikina.

Fake Plastic Trees sameinar öll Radiohead elementin. Það er ballaða, sous-vide, en með miklu risi. Við fyrstu hlustun mætti halda að allt sé ömurlegt í heiminum – en það er lykill að glatkistunni. Og maður rís upp.

Fake Plastic Trees er nokkuð þungur biti. Eitt stærsta kjamms Fílalags. Og ekkert á vísann að róa með það. Lagið stendur öllum sem lifðu níuna nærri. Og það er vandasamt að fíla það án þess að það breytist í intróvert-lepju. En vonandi tókst að greina það. Það var allavega ætlunin. Fake Plastic Trees. Þjóðsöngur níunnar – og líka sígræn eilífðarnegla.

Other Episodes

Episode

July 15, 2016 00:56:58
Episode Cover

A Case Of You – Gúmmítöffarar þagna

Joni Mitchell er ein af stóru stjörnunum á himinhvolfinu. Tónlistarkonan sem listamenn eins og Bob Dylan og Prince grétu sig í svefn yfir. Hæfileikar...

Listen

Episode

April 05, 2016 00:47:08
Episode Cover

Sódóma – Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar

Extra! Extra! Nú er sendur í loftið sérstakur almannavarnarþáttur Fílalags. Það ríkir óvissa. Skaðmundur er út í horni. Forsetinn flaug heim. Örninn er sestur....

Listen

Episode

September 06, 2024 01:14:09
Episode Cover

Superstition - Hátt enni, heitt efni

Stevie Wonder - Superstition Klístrugt tyggjó undir kirkjubekk í Tannhjólaborg U.S.A. Kælt kampavín á fjallatígrisfeldi. Brynvarðir leðurjakkar og Jésúskegg. Hugsuðurinn í hillunni. Fjallabaksleið úr...

Listen