Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar

November 17, 2017 01:12:22
Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar
Fílalag
Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar

Nov 17 2017 | 01:12:22

/

Show Notes

En auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Í tónlist Radiohead er skíma – það er von í henni. Von fyrir intróvert lúðana, veggjalýsnar og alla sem eru krepptir. Það er von því Radiohead eru sigurvegarar sem lyfta hlustendum sínum upp úr hyldýpinu. En það má ekki fara of hratt upp úr. Þá fær maður kafaraveikina.

Fake Plastic Trees sameinar öll Radiohead elementin. Það er ballaða, sous-vide, en með miklu risi. Við fyrstu hlustun mætti halda að allt sé ömurlegt í heiminum – en það er lykill að glatkistunni. Og maður rís upp.

Fake Plastic Trees er nokkuð þungur biti. Eitt stærsta kjamms Fílalags. Og ekkert á vísann að róa með það. Lagið stendur öllum sem lifðu níuna nærri. Og það er vandasamt að fíla það án þess að það breytist í intróvert-lepju. En vonandi tókst að greina það. Það var allavega ætlunin. Fake Plastic Trees. Þjóðsöngur níunnar – og líka sígræn eilífðarnegla.

Other Episodes

Episode

March 03, 2017 00:59:08
Episode Cover

Pale Blue Eyes – Fölbláu augun

Fílalag eyðir tíma í grunnbúðunum í þætti dagsins. Velvet Underground. Pale Blue Eyes. Hér er farið yfir hvað var í gangi í New York...

Listen

Episode 0

September 11, 2020 00:55:26
Episode Cover

The Power of Love - Tyggjó, kærleikur, agi, höggmynd, skriðþungi, stjörnuþoka, tryggð

Jennifer Rush - The Power of Love Það er þýsk-amerísk negla í dag. Hin Ameríska Jennifer Rush fór til Þýskalands til að taka upp...

Listen

Episode

March 07, 2015 01:14:19
Episode Cover

Hefnófíl

Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum...

Listen