Sódóma – Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar

April 05, 2016 00:47:08
Sódóma – Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar
Fílalag
Sódóma – Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar

Apr 05 2016 | 00:47:08

/

Show Notes

Extra! Extra!

Nú er sendur í loftið sérstakur almannavarnarþáttur Fílalags. Það ríkir óvissa. Skaðmundur er út í horni. Forsetinn flaug heim. Örninn er sestur. Hvað er að gerast?

Fílalag ætlar að grípa inn í með örstutta skýringu á ástandinu – en líka með brakandi ferska fílun. Það sem verður fílað er það eina sem getur bjargað landinu frá glötun núna – spólgröð 90s negla frá wet-look meisturunum í Sálinni.

Jú. Það er rétt. Fílalag verður á ballskónum. Það eru ryskingar á bílastæðinu. Támjór skór sparkast inn í rass. Málaðar píur setja kápur í fatahengi. Gullið er drukkið úr hálslítra áldósum. Það er dimmt, það er súrefnisskortur, þetta er gaman, þetta er gott.

Menn eru klæddir í skyrtur úr leðurlíki. Gel-lyktin fyllir rýmið. Þú hjúfrar þig upp að næstu manneskju og þér er drullusama hvort hún sé fjárfestir, bókasafnsfræðingur eða starfsmaður Mjólkursamsölunnar. Þjóðin er eining. Við erum öll saman á þessum báti, skútu, knerri og bara insert token sjávarlíking.

Svona erum við bara. Það valdi sér enginn þessi örlög. Við vildum að við gætum gefið ykkur skýrari lausnir kæra þjóð. En það eina í stöðunni núna er að slökkva á RÚV í hálftíma og hlusta á Fílalag. Það ærir ykkur og nærir ykkur.

Til hamingju.

ATH: Þátturinn var tekinn upp á mánudegi. Fyrir afsögn Sigmundar Davíðs. Lifi byltingin.

Other Episodes

Episode

March 07, 2025 01:29:01
Episode Cover

Masters of War - Mölétin mennskan

Bob Dylan – Masters of War Hamstur í örbylgjuofni. Óður maður á eplakassa. Skraufþurr heysáta. Vítisvélar á himni. Reikningur greiddur. Thank you ma’am. Rop...

Listen

Episode

January 16, 2015 NaN
Episode Cover

Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta

„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta...

Listen

Episode

June 14, 2024 01:19:55
Episode Cover

Way Down We Go - Djöfullinn á hringtorginu

Kaleo - Way Down We Go Kjúklingabringurnar eru lentar á eldhúsbekknum, kaldar og blautar í frauðplastbökkum. Þær smokra sér úr plastinu eins og geimverur...

Listen