The Police – Every Breath You Take
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Wikipedia er hér um að ræða mest spilaða lag allra tíma. Takk fyrir. Kannski ekki útilokað enda líður ekki sá dagur á léttbylgjum hins vestræna heims að þessu lagi er ekki fleytt.
En í hverju felst galdurinn? Er það möfflaður gítarleikurinn eða kröftugt mjóbak Stings? Er það tvíræður textinn eða sú staðreynd að lagið rís allan tímann eins og ítölsk aría? Greiningadeildin fór yfir þetta lið fyrir lið, en sleppti þó ekki því sem mestu máli skiptir: að fíla lagið.
Árið er 1985. Heimsbyggðin er þyrst í rokk og popp. Kalda stríðið er í gangi en fólk austan járntjaldsins vill snjóþvegnar gallabuxur og ískalt...
Roberta Flack - Killing Me Softly Lyklapartí í Norræna húsinu 1973. Samískar hempur lagðar á gólfin. Reykelsi fíruð. Kæfan smurð. Maður að koma heim...
Loreen - Euphoria Þríhöfða vöðvatröll stígur niður úr leikmyndageimskipi .Glussahljóð fyllir skálar eyrna. Fasteignasali í Reykjavík kaupir ljótan jakka í Sautján. Buglesi er sturtað...