DJ Shadow - Organ Donor
Lygnið aftur augum. Hann er kominn að kveða burt kvíðann. Sjálfur skuggaprinsinn. DJ Shadow, í linum Dickies buxum og með hveitilitað hörund býður hann ykkur á scratch-námskeið.
Það er komið að því að fíla. Það fíla allir Organ Donor, jafnt dýr sem menn. Fólk sem hefur aldrei heyrt það fílar það yfirleitt við fyrstu hlustun. Þetta hefur ekki enn verið vísindalega sannað, en ef eitthvað lið í Sviss fengi styrk til rannsókna, þá væri niðurstaðan örugglega Shadow í vil.
Það er enginn að biðja ykkur um að brosa. Það er enginn að biðja ykkur um að dansa. En ef þið djúpfílið ekki Líffæragjafann, þá skuluð þið gefa ykkur fram því að fólkið í Sviss mun þurfa að leggja hald á skaddaðan heila ykkar
Liquido – Narcotic Hér er það komið. Gas allra landsmanna, jagerskota-þrusa. Hér er þrumuguðinn Þór öskurstemmdur upp í skýjunum, klæddur eins og Duff-Man, að...
The Zombies voru enskir gleraugnanördar í rúllukragabolum. Sem betur fer voru þeir uppi in the 60s þannig að það var kúl að vera nölli...
Jennifer Rush - The Power of Love Það er þýsk-amerísk negla í dag. Hin Ameríska Jennifer Rush fór til Þýskalands til að taka upp...