Nú er það hámarks-fílun. Lag sem fjallar um „fíling“ og meira en það. More Than a Feeling með Boston er eitt af lögunum sem Fílalag var stofnað í kringum. Risastór 70s feðgarokks-negla sem lifir góðu lífi á gullbylgjum hvar sem stigið er niður í þessari veröld.
Saga þessa lags inniheldur svo margt. Hefnd nördsins, mildi amerískrar kjallaramenningar, sigur tækninnar (það eru að lágmarki 10 rafmagnsgítar-rásir í gangi í laginu allan tímann) og að lokum ferðalok einmana sálar. Hlustið og þið munuð skilja.
Þetta er sérdeilis mikilvæg lagafílun. Ein sú stærsta í sögu Fílalags, og það var sérlega vel við hæfi að þessi fílun fór fram við vatnsbólið, að viðstaddri Fílahjörðinni, á Húrra í Reykjavík í síðustu viku. Kærar þakkir til allra sem mættu. Hér er þetta upptekið og komið á band. Njótið, fílið!
Bobby Vinton – Blue Velvet Bobby Vinton, pólsk-ameriski prinsinn. Myrkrið, mýktin, rafmögnun flauelsins. Sveppaský í bakgrunni. Ofbeldi í lofti. Einu sinni var. Mannslíkaminn.Húsasund í...
Næturljóð - MA Kvartettinn Fáni blaktir yfir Studebaker á Holtavörðuheiði. Prúðbúinn maður festir á sig skóhlífar í innbænum á Akureyri. Púrtvíni hellt í glas...
Bee Gees - Heartbreaker Saga Bee Gees er Sagan með stóru S-i og greini. Saga þjóðflutninga, saga efnahagsþrenginga, hæstu hæða, dýpstu dala. Elsta saga...