Fílalag er í fríi fram í miðjan maí en er með fólk í vinnu sem gramsar í gullkistunni og dregur fram mikilvæga fílun frá 2014. Where Do You Go To My Lovely er rifjað upp nú, meðal annars til heiðurs minningu listamannains, Peter Sarstedt sem lést í janúar á þessu ári.
Where Do You Go To My Lovely var óvæntur hittari þegar það kom út í byrjun árs 1969. Listamaðurinn var óþekktur og samsetning lagsins er evrópsk fremur en englisaxnesk. Þetta er harmonikku-vals með sykursætum Eurovision-strengjum, en þó framreiddur á góðum og gildum þjóðlaga-grunni. Texti og umfjöllunarefni eru eins klassísk og hugsast gæti. Lagið er trúbador-verk í upprunalegum skilningi þess orðs, óður utangarðsmanns til aðalskonu.
Það er komið að þessu. Ryðjið borðið og byrjið upp á nýtt. Dragið fram alpahúfu, píputóbak, ljóðasafn Dylan Thomas og smeygið ykkur í Pink Panther blazer-jakka og dúndrið nálinni ofan á þessar rispur.
Mezzoforte – Garden Party Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna....
Brimkló - Eitt lag enn Það er myrkur. Það er kalt. En hérna inni er heitt. Funheitt og huggulegt. Það er stórhríð úti. Úlfurinn...
Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en...