Where Do You Go To My Lovely? – Harmonikka, fókus, negla

April 26, 2017 00:35:43
Where Do You Go To My Lovely? –  Harmonikka, fókus, negla
Fílalag
Where Do You Go To My Lovely? – Harmonikka, fókus, negla

Apr 26 2017 | 00:35:43

/

Show Notes

Fílalag er í fríi fram í miðjan maí en er með fólk í vinnu sem gramsar í gullkistunni og dregur fram mikilvæga fílun frá 2014. Where Do You Go To My Lovely er rifjað upp nú, meðal annars til heiðurs minningu listamannains, Peter Sarstedt sem lést í janúar á þessu ári.

Where Do You Go To My Lovely var óvæntur hittari þegar það kom út í byrjun árs 1969. Listamaðurinn var óþekktur og samsetning lagsins er evrópsk fremur en englisaxnesk. Þetta er harmonikku-vals með sykursætum Eurovision-strengjum, en þó framreiddur á góðum og gildum þjóðlaga-grunni. Texti og umfjöllunarefni eru eins klassísk og hugsast gæti. Lagið er trúbador-verk í upprunalegum skilningi þess orðs, óður utangarðsmanns til aðalskonu.

Það er komið að þessu. Ryðjið borðið og byrjið upp á nýtt. Dragið fram alpahúfu, píputóbak, ljóðasafn Dylan Thomas og smeygið ykkur í Pink Panther blazer-jakka og dúndrið nálinni ofan á þessar rispur.

Other Episodes

Episode

January 18, 2019 00:55:29
Episode Cover

Garden Party – Partíið endalausa

Mezzoforte – Garden Party Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna....

Listen

Episode

September 27, 2024 00:56:11
Episode Cover

Eitt lag enn - Sprittkerti á Stórhöfða

Brimkló - Eitt lag enn Það er myrkur. Það er kalt. En hérna inni er heitt. Funheitt og huggulegt. Það er stórhríð úti. Úlfurinn...

Listen

Episode

June 10, 2016 00:44:32
Episode Cover

Guiding Light – Ómenguð rockabilly þráhyggja

Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en...

Listen