Where Do You Go To My Lovely? – Harmonikka, fókus, negla

April 26, 2017 00:35:43
Where Do You Go To My Lovely? –  Harmonikka, fókus, negla
Fílalag
Where Do You Go To My Lovely? – Harmonikka, fókus, negla

Apr 26 2017 | 00:35:43

/

Show Notes

Fílalag er í fríi fram í miðjan maí en er með fólk í vinnu sem gramsar í gullkistunni og dregur fram mikilvæga fílun frá 2014. Where Do You Go To My Lovely er rifjað upp nú, meðal annars til heiðurs minningu listamannains, Peter Sarstedt sem lést í janúar á þessu ári.

Where Do You Go To My Lovely var óvæntur hittari þegar það kom út í byrjun árs 1969. Listamaðurinn var óþekktur og samsetning lagsins er evrópsk fremur en englisaxnesk. Þetta er harmonikku-vals með sykursætum Eurovision-strengjum, en þó framreiddur á góðum og gildum þjóðlaga-grunni. Texti og umfjöllunarefni eru eins klassísk og hugsast gæti. Lagið er trúbador-verk í upprunalegum skilningi þess orðs, óður utangarðsmanns til aðalskonu.

Það er komið að þessu. Ryðjið borðið og byrjið upp á nýtt. Dragið fram alpahúfu, píputóbak, ljóðasafn Dylan Thomas og smeygið ykkur í Pink Panther blazer-jakka og dúndrið nálinni ofan á þessar rispur.

Other Episodes

Episode

October 27, 2017 01:05:04
Episode Cover

Universal Soilder – Sending úr stúkunni

Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona...

Listen

Episode 0

February 07, 2020 01:07:51
Episode Cover

Born in the U.S.A. - Kældur, vaggandi skrokkur í BNA

Bruce Springsteen - Born in the U.S.A. Levis 501. Nestisbox úr stáli. M16 hríðskotariffill. Eldar loga. Miskunnsami samverjinn kveikir sér í sígarettu og askar...

Listen

Episode 0

July 09, 2021 01:19:31
Episode Cover

Love - Eggjarauðan sem aldrei eyðist

John Lennon - Love Það er ekki bara Brimborg sem er öruggur staður til að vera á heldur líka innsta hólf í innstu kistu...

Listen