Gyöngyhajú Lány – Bomba frá Búdapest

April 01, 2016 00:34:59
Gyöngyhajú Lány –  Bomba frá Búdapest
Fílalag
Gyöngyhajú Lány – Bomba frá Búdapest

Apr 01 2016 | 00:34:59

/

Show Notes

Hafið þið einhverntíman heyrt lag frá Ungverjalandi?

Kannski í Eurovision. Það hefur verið eitt af þessum lögum sem Íslendingar pirra sig á – eurotrashað diskópopp með flötu þjóðlagastefi – hallærislegir kósakkadansarar, gervisnjór og stífmáluð díva að syngja ensku með óskiljanlegum hreim.

Eitthvað svoleiðis.

Þetta að ofan á ekki að skiljast sem diss á Ungverjaland heldur diss á Eurovision og þá tónlistarlegu brenglun sem þar fer fram. Ungverjaland er nefnilega óumdeilt tónlistarland. Þaðan komu til dæmis bæði Franz Liszt og Bela Bartók, þvílíkir risar í síðari tíma klassískri tónlist að ef þeir væru popparar væru þeir á Elton John og Kanye West kalíberi. Ef þeir væru fóboltamenn væru þeir Michel Platini og Zlatan Ibrahimovic. Top league. Þið skiljið.

Og þaðan koma líka Omega – hljómsveit sem var stofnuð 1962 og er enn að. Omega er kannski best geymdi gimsteinn Austur-Evrópu. Það má allavega segja um lagið sem er fílað í dag, sem er þeirra allra frægasta enda óumdeild epík, Gyöngyhajú lány, af plötunni 10 000 lépés frá 1969. Á sama tíma og Led Zeppelin var að slá í gegn í Bretlandi þá voru náungar í Ungverjalandi að rokka jafn feitt – í raun feitar.

Ef þið hafið aldrei heyrt þetta eða söguna á bak við það. Hlustið á Fílalag í dag. Þið verðið ekki svikin.

Other Episodes

Episode 0

November 02, 2020 00:56:28
Episode Cover

The Best - Það allra besta

Tina Turner - The Best Ein stærsta saga veraldar. Anna Mae Bullock, fædd í Tennessee 1939. Sú orkuríkasta, sú gæfasta, sú stóra. Tina Turner....

Listen

Episode

November 19, 2017 00:43:13
Episode Cover

End Of The World – Heimsendir í dós

Betty Draper ryksugar. Herforingjar leggja drög að slátrun á uppreisnarmönnum í Suðaustur Asíu. Þriggja tonna kadilakkar skríða eftir úthverfagötum. Unglingsstúlka í pilsi liggur uppi...

Listen

Episode

January 22, 2016 01:04:42
Episode Cover

Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð

Fáar hljómsveitir settu jafn skýran svip á unglingamenningu níunnar (90s) og Liam Howlett og félagar í The Prodigy. Bandið gaf út þrjár metsöluplötur á...

Listen