Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð

January 22, 2016 01:04:42
Smack My Bitch Up –  Skilaboð fyrir heila kynslóð
Fílalag
Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð

Jan 22 2016 | 01:04:42

/

Show Notes

Fáar hljómsveitir settu jafn skýran svip á unglingamenningu níunnar (90s) og Liam Howlett og félagar í The Prodigy.

Bandið gaf út þrjár metsöluplötur á áratugnum: Experience (1992), Music for the Jilted Generation (1994) og svo að lokum The Fat of the Land (1997) þar sem óskammfeilnin var orðin slík að það krefst sérstakrar dægurfræðilegrar greiningar.

Ástæða þess að eyða þarf púðri í að greina the Prodigy er vegna þess að hljómsveitin mótaði heila kynslóð. Og hver voru skilaboðin sem þessi kynslóð fékk í veganesti? Bítlarnir sungu um ást og frið. The Smiths sungu um þverstæður hversdagsleikans. The Prodigy? „Change my pitch up, smack my bitch up“.

Hlustið á þennan þátt Fílalags, sem er ákveðið hreinsunarferli og ekki hika við að fíla lagið. Til þess er leikurinn gerður.

Lagið sem er fílað í dag, Smack My Bitch Up, mótaði heila kynslóð

Other Episodes

Episode 0

September 25, 2020 01:08:29
Episode Cover

The Age of Aquarius - Kapítalisminn og draumar hippakynslóðarinnar að r##a inn í kústaskáp

The 5th Dimension - The Age of Aquarius Unglingar með reykelsi. Tónaðir Broadway leikarar í útpældum fatahenglum. Veröld að fara af hjörunum. Hér er...

Listen

Episode 0

February 21, 2020 01:09:56
Episode Cover

Cry Me a River - Leyfðu mér að fljóta á kanó á stórfljóti tára þinna

Justin Timberlake - Cry Me a RiverGestófíll: Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas Hann ólst í Mikka Mús klúbbnum, missti nánast sveindóminn með svörtu eyrun á hausnum...

Listen

Episode

May 01, 2015 00:35:49
Episode Cover

Sound of Silence – Gæsahúð handa þér

Það var heitt á könnunni. Það var heitt á pönnunni. New York ómaði af þjóðlagatónlist. Alpahúfurnar bærðust í vindinum og vindurinn boðaði breytingar. Paul...

Listen