(You Make Me Feel Like A) Natural Woman – Að finna til legsins

October 30, 2015 00:53:49
(You Make Me Feel Like A) Natural Woman –  Að finna til legsins
Fílalag
(You Make Me Feel Like A) Natural Woman – Að finna til legsins

Oct 30 2015 | 00:53:49

/

Show Notes

Aretha Franklin eignaðist sitt fyrsta barn þegar hún var rúmlega fjórtán ára. Þegar hún var 21 árs var hún þriggja barna móðir. Pabbi hennar var predikari. Hún fæddist í suðrinu en ólst upp í Detroit.

Rödd hennar spannar Ameríku; Gleðina, þjáninguna, eplapæið á gluggakistunni, tækifærin, þöggunina. (You Make Me Feel Like a) Natural Woman verður fílað í dag. Gerið ykkur viðbúinn.

Ekki spillir fyrir að lagið er eftir annan amerískan ofurhuga. Carole King, konu sem kom 118 lögum inn á Billboard Top 100. Í þættinum hlýðum við einnig á hennar útgáfu sem er einskonar arineldsútgáfa af flugelda-marenstertu Franklins.

Farið snemma heim úr vinnunni í dag og fílið Arethu Franklin og Carole King. Þið eigið það skilið.

Kjarnið ykkur. Finnið til legsins. Náttúrulega.

Other Episodes

Episode 0

May 08, 2020 01:24:33
Episode Cover

For Whom The Bell Tolls - Feigð, húð, hryggð, hefnd, reiði, örkuml, angist, bólur, reiði, sekt, keyrsla

Metallica - For Whom the Bell Tolls Kalifornía 1981. Veröldin heilsar nýrri tónlistarstefnu. Metallinn hefur fengið að súrrast í áratug og nú er komið ...

Listen

Episode

March 08, 2019 01:19:59
Episode Cover

Forever Young – Dramatík. Fegurð. Kviðristun.

Youth Group – Forever Young Alphaville – Forever Young Það eru tvær útgáfur undir nálinni hjá Fílalag í dag en aðeins eitt lag. Og...

Listen

Episode

February 23, 2018 00:57:23
Episode Cover

Child in time – Eilífðarbarnið

Fílalagi barst tilkynning frá fílahjörðinni. Hlynur nokkur Jónsson sendi skilaboð og heimtaði fílun á „Child in Time” með Deep Purple, Made in Japan, útgáfunni....

Listen