Für Immer – Að eilífu: Súrkál

October 23, 2015 00:40:26
Für Immer –  Að eilífu: Súrkál
Fílalag
Für Immer – Að eilífu: Súrkál

Oct 23 2015 | 00:40:26

/

Show Notes

Að vera rokkari snýst um að jarða rokkið. Hamra á gítarinn eins og það sé í síðasta skipti sem hann er hamraður. Ef maður gefur ekki allt sitt í hvern tón þá getur maður alveg eins sleppt því að vera rokkari og snúið sér að útgáfu matreiðslubóka. Það sama á við þegar maður hlustar á rokk. Það á að rokka mann í eiginlegri og upprunalegri merkingu hins enska orðs. Það á að ýta við manni, hrinda manni, fella mann í jörðina og sturta yfir mann bílhlassi af mold og afþakka alla blóma og kransa.

Fílalag hefur í dag til umfjöllunar ótvíræða rokk-jarðarför. Lagið, sem er frá 1973, kemur frá þýsku rokkurunum í NEU! og það markar ákveðin kaflaskil í tónlistarsögunni. Hljómsveitin var uppbrot úr Kraftwerk, sem síðar átti eftir að drepa í sígarettum á líkkistu rokksins og finna upp raftónlistina, en uppbrotið hélt sig við gítar, bassa og trommu uppsetninguna og keyrði þá hugmynd í yndisfagurt hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Það er einkum í þessu lagi, Für Immer (að eilífu), sem skilaboðin koma skýrast fram. Einn hljómur. Ómennskt og stöðugt trommubít. Gítarhömrun líkt og hún sé sú síðasta á jarðríki. Að eilífu, amen.

Þessi útgáfa Fílalags markar jafnframt kaflaskil í sögu þáttarins. Þeir sem ekki fíla lagið Für Immer þurfa að skila IP-tölum sínum til aðstandenda Alvarpsins og munu þeir vera blokkaðir frá öllum frekari lagafílunum í framtíðinni.

Other Episodes

Episode

October 18, 2024 00:54:54
Episode Cover

Venus - Appelsínugulur órangútan losti

Shocking Blue - Venus Hollenskur nefapi sveiflar sér á grein. Starfsmaður Philips bókar sig á tveggja stjörnu hótel við hlið Paddington stöðvarinnar í London....

Listen

Episode

November 18, 2016 01:20:55
Episode Cover

Widerstehe doch der Sünde (Gestófíll: Halla Oddný) – Bachaðu þig í drasl

Hvað vitið þið um Jóhann Sebastian Bach? Líklega slatta. En hafið þið fílað hann eins og hann á skilið? Kannski. Það verður allavega gert...

Listen

Episode 0

August 07, 2020 00:48:23
Episode Cover

I Wanna Get High - Skúnka-skaðræði

Cypress Hill - I Wanna Get High Það er komið að skoti úr bongóinu. Hér er um negul-neglu að ræða. Kúbversk-mexíkönsku-amerísku á-skala-við-Billy-Joel-seljandi gangsterarnir frá...

Listen