Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

November 06, 2015 00:25:02
Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum
Fílalag
Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

Nov 06 2015 | 00:25:02

/

Show Notes

Árið er 1965 og við erum stödd í Texas.

Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús. Sumir hafa sett lampasker á hausinn á sér.

Baðkarið er fyllt með ísmolum til að kæla flöskubjóra en þar liggur einnig hálfrotaður náungi, fljótandi í hálfu kafi í ísvatninu.

Inn í eldhúsi eru stelpur með eldrauða varaliti að keðjureykja sígarettur og hrinda hver annarri. Úti í garði er búið að kveikja eld. Slökkviliðið er á leiðinni.

Fyrir framan húsið er tuttugu stórum amerískum köggum lagt þvers og kruss ofan í blómabeð og upp á gangstéttir. Einhver hálfviti er byrjaður að skjóta upp flugeldum.

Í gegnum stofugluggana sjást skuggamyndir af stjórnlausum hópdansi, menn með hatta að sveifla mittismjóum pin-up skvísum í allar áttir.

Í dag verður lagið „Wooly Bully“ með Sam The Sham & The Pharaohs fílað.

Þetta er hið fullkomna spoiled-brat hálfvitalag sem fangar æðislegan hluta amerísks unglingakúltúrs.

Heyrn er sögu ríkari:

Other Episodes

Episode

September 30, 2016 01:29:49
Episode Cover

Mother – Móðir. Haust. Fegurð.

Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970. Hví er...

Listen

Episode

January 15, 2016 01:17:23
Episode Cover

My Sweet Lord – Hare krishna, hallelúja!

George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann...

Listen

Episode 0

October 15, 2020 01:05:01
Episode Cover

Vanishing act - Við skolt meistarans

Fílabeinskistan - FílalagGull™ Lou Reed - Vanishing Act Lou Reed syngur svo nálægt hljóðnemanum í þessu lagi að maður finnur leðurkeimaða andremmuna. Og maður...

Listen