Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

November 06, 2015 00:25:02
Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum
Fílalag
Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

Nov 06 2015 | 00:25:02

/

Show Notes

Árið er 1965 og við erum stödd í Texas.

Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús. Sumir hafa sett lampasker á hausinn á sér.

Baðkarið er fyllt með ísmolum til að kæla flöskubjóra en þar liggur einnig hálfrotaður náungi, fljótandi í hálfu kafi í ísvatninu.

Inn í eldhúsi eru stelpur með eldrauða varaliti að keðjureykja sígarettur og hrinda hver annarri. Úti í garði er búið að kveikja eld. Slökkviliðið er á leiðinni.

Fyrir framan húsið er tuttugu stórum amerískum köggum lagt þvers og kruss ofan í blómabeð og upp á gangstéttir. Einhver hálfviti er byrjaður að skjóta upp flugeldum.

Í gegnum stofugluggana sjást skuggamyndir af stjórnlausum hópdansi, menn með hatta að sveifla mittismjóum pin-up skvísum í allar áttir.

Í dag verður lagið „Wooly Bully“ með Sam The Sham & The Pharaohs fílað.

Þetta er hið fullkomna spoiled-brat hálfvitalag sem fangar æðislegan hluta amerísks unglingakúltúrs.

Heyrn er sögu ríkari:

Other Episodes

Episode 0

November 29, 2019 00:53:29
Episode Cover

Bitter Sweet Symphony - Að fasa út sársaukann

The Verve - Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi...

Listen

Episode 0

November 10, 2023 01:16:51
Episode Cover

Teenage Dirtbag - Í aldingarði incelsins

Wheatus - Teenage Dirtbag Girtu kakíbuxurnar upp að handakrikum þannig að pínulítið hjartað skýlist undir beltissylgju úr látúni. Fáðu þér oreo og mjólk eftir...

Listen

Episode

November 24, 2017 00:58:19
Episode Cover

Basket Case – Besti gírkassinn í bransanum

Bandaríkjamenn eru gíruð þjóð. Ameríka er heimsálfan sem sýgur til sín alla hugmyndastefnur veraldarinnar og bestar þær. Frakkar fundu upp bílinn en Ameríkanar fundu...

Listen