Árið er 1965 og við erum stödd í Texas.
Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús. Sumir hafa sett lampasker á hausinn á sér.
Baðkarið er fyllt með ísmolum til að kæla flöskubjóra en þar liggur einnig hálfrotaður náungi, fljótandi í hálfu kafi í ísvatninu.
Inn í eldhúsi eru stelpur með eldrauða varaliti að keðjureykja sígarettur og hrinda hver annarri. Úti í garði er búið að kveikja eld. Slökkviliðið er á leiðinni.
Fyrir framan húsið er tuttugu stórum amerískum köggum lagt þvers og kruss ofan í blómabeð og upp á gangstéttir. Einhver hálfviti er byrjaður að skjóta upp flugeldum.
Í gegnum stofugluggana sjást skuggamyndir af stjórnlausum hópdansi, menn með hatta að sveifla mittismjóum pin-up skvísum í allar áttir.
Í dag verður lagið „Wooly Bully“ með Sam The Sham & The Pharaohs fílað.
Þetta er hið fullkomna spoiled-brat hálfvitalag sem fangar æðislegan hluta amerísks unglingakúltúrs.
Heyrn er sögu ríkari:
Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970. Hví er...
George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann...
Fílabeinskistan - FílalagGull™ Lou Reed - Vanishing Act Lou Reed syngur svo nálægt hljóðnemanum í þessu lagi að maður finnur leðurkeimaða andremmuna. Og maður...