Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík.
Ef þú ert stelpa er málið að vera í hvítri blússu og helst líta út eins og Andésína Önd. Ef þú ert strákur áttu að vera með barta, sunburst litaðan Gibson kassagítar á öxlinni og heart-throb augabrúnir.
Í þessu umhverfi sló Chris Isaak í gegn. Og þvílíkt sem hann sló í gegn með crossover neglunni sinni, Wicked Game, frá 1989.
Vá.
Farið er yfir lagið í Fílalag í dag.
Fílalag heldur áfram poppgreiningum sínum og stingur nú heygöfflum sínum í einn stærsta binginn í hlöðunni. Bubbi Morthens er fílaður í dag. Hann er...
Ekkert er jafn síkópatískt, en að sama skapi gaman, eins og að leggja vandlega á borð fyrir sjálfan sig. Bjóða sjálfum sér í mat....
Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju...