Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík.
Ef þú ert stelpa er málið að vera í hvítri blússu og helst líta út eins og Andésína Önd. Ef þú ert strákur áttu að vera með barta, sunburst litaðan Gibson kassagítar á öxlinni og heart-throb augabrúnir.
Í þessu umhverfi sló Chris Isaak í gegn. Og þvílíkt sem hann sló í gegn með crossover neglunni sinni, Wicked Game, frá 1989.
Vá.
Farið er yfir lagið í Fílalag í dag.
Fílalag fer á uppáhalds slóðir sínar í þætti dagsins: Íslenskt 70s!! Í þessum gullkistuþætti kynnumst við erki-síð-hippum Íslands. Trúbrot. Trúbrot var band ólíkra karaktera....
Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona...
Endurflutt er nú Fílalagsfílun á laginu Don’t Speak með No Doubt. Lagið var fyrst fílað 2014 en er nú sett aftur inn á netið...