„Þetta lag er kirsuberið á toppi þeirrar köku sem amerísk 90s unglingamenning gekk út á. Boðskapurinn var: ekkert skiptir máli nema vinsældir, sem eru í eðli sínu köld skilaboð sem hafa þá lógísku niðurstöðu að í raun skiptir ekkert máli í lífinu nema að éta eða vera étinn.“
Þetta kemur fram í nýjasta þætti Fílalags þar sem síð-X-kynslóðar neglan Popular er krufin.
Við erum að tala um lag með dead-pan söng með örvæntingarundirtóni, power-chords í viðlögunum og rosalega mainstream framleiðslu. Áhrifin eru djúp og leitandi. Þetta er póstmódernismi, existensialismi og bara insert heimspekistefna of your choosing. Popular er lagskipt poppkaka.
Popular er búið að fara hringinn. Það er tuttugu ára gamalt og hefur nú bæði upplifað sínar hæðir og lægðir í vinsældum. En núna snýst þetta ekki lengur um vinsældir.
Popular er lag sem á heima á stalli.
Hlustið og fílið.
Hvernig jól viljið þið? Kerti og spil? Eplaskífur og kósíheit? Endilega norpið með gamaldags skandinavísk jól og ljúgið að sjálfum ykkur að það sé...
Það kom ekkert annað til greina en að ganga nærri sér á live-fílun frammi fyrir sjálfri Fílahjörðinni. The Strokes var fílað. Hljómsveit sem skóp...
Sérstakur gestófíll: Valdimar Guðmundsson Jeff Buckley var með allt. Lúkkið, lögin, sándið og líka stöðugan og vaxandi meðbyr innan bransans. Svo þurfti hann að...