Dean Martin – That’s Amore
Hann er mættur. Húðin glansar eins og Miðjarðarhafið á sumareftirmiðdegi, tennurnar skína eins og ítölsku alparnir. Hann er fullur, hann er stemmdur, hann er Dino Paul Crocetti, öðru nafni Dean Martin.
Það er allt stórt við Dean Martin. Stór augu, stórt nef, stórt enni, stórt hár, stór munnur, stór haka, stór kinnbein, stórar axlir, stórar augabrúnir. Samt var hann nettur!
Þrjár eiginkonur, fjórir garðyrkjumenn, átta börn, sundlaug, pabbi fullur, hreindýr á húddinu.
Ástin er mótstæðilegt baunapasta. Lífið er dásamlegt.
Fílið. Slefið.
Bette Midler - The Rose „Stóra systir mín var vön að sitja á gólfinu í herberginu sínu. Þetta var 1979 og nánast daglega setti...
Kings of Leon - Sex on Fire Hafið þið séð ljónshvolpa í dýragarði, leika við hvern annan, bíta í hálsa og veltast um í...
Bítlarnir - Norwegian Wood (This Bird Has Flown)Bob Dylan - Fourth Time Around Turnarnir tveir í sexunni voru Bítlarnir og Bob Dylan. Og það...