Úr gullkistu alvarpsins – Fílalag – Angie í Brussels
Snorri og Ebbi hafa verið á ferðalagi og náðu ekki að taka upp þátt í vikunni. En ekki örvænta. Úr fílabeinskistunni er nú dreginn klassísk fílun: Rolling Stones, hljómleikaupptaka frá Brussel ’73.
Fílalagsmenn eru engir sérstakir tónleikaupptökuperrar. Yfirleitt eru tónleikaplötur hundleiðinlegar svo það sé sagt hreint út. En stundum eru tónleikaupptökur miklu betri en orginallinn. Það á við hérna hjá Stónsurunum.
Sjaldan hefur band verið í jafn miklu stuði. Það er allt í gangi. Þetta er Mick Taylor Stones. Búið að hrista af sér 60s kjánaskapinn, búið að fara í meðferðir, búið að horfa á einn meðlim deyja, búið að fara í skattaskjól. Þarna er ekkert eftir nema hreinræktaður rokk-lostinn.
Hreinræktað license to impress. Groove to kill.
Kapteinn Ahab dó áður en hann náði að sigrast á Moby sínum Dick og lengi hefur litið út fyrir að Fílalag væri ekki að...
Fílalag er snúið aftur eftir tveggja vikna hlé. Snorri er nýgiftur og svífur nú um á rósrauðu skýi. Fílun dagsins er því fílgúdd-þykknið sjálft...
I Will Always Love You – Dolly Parton & Whitney Houston Hringið í Immanuel Kant. Já. Bara niður í gröfina í Kalíníngrad. Og andið...