Úr gullkistu alvarpsins – Fílalag – Angie í Brussels
Snorri og Ebbi hafa verið á ferðalagi og náðu ekki að taka upp þátt í vikunni. En ekki örvænta. Úr fílabeinskistunni er nú dreginn klassísk fílun: Rolling Stones, hljómleikaupptaka frá Brussel ’73.
Fílalagsmenn eru engir sérstakir tónleikaupptökuperrar. Yfirleitt eru tónleikaplötur hundleiðinlegar svo það sé sagt hreint út. En stundum eru tónleikaupptökur miklu betri en orginallinn. Það á við hérna hjá Stónsurunum.
Sjaldan hefur band verið í jafn miklu stuði. Það er allt í gangi. Þetta er Mick Taylor Stones. Búið að hrista af sér 60s kjánaskapinn, búið að fara í meðferðir, búið að horfa á einn meðlim deyja, búið að fara í skattaskjól. Þarna er ekkert eftir nema hreinræktaður rokk-lostinn.
Hreinræktað license to impress. Groove to kill.
Páll Óskar - Stanslaust stuð Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur...
Aretha Franklin eignaðist sitt fyrsta barn þegar hún var rúmlega fjórtán ára. Þegar hún var 21 árs var hún þriggja barna móðir. Pabbi hennar...
Chumbawamba - Tubthumping Gestófíll - Ari Eldjárn Í raun deyr man mörg þúsund sinnum áður en vomurinn með ljáinn mætir loksins. Það verður mótlæti,...