Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina.
Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug alla leið frá Reykjavík til Toronto fyrir þessa 28 mínútna fílun.
Aerosmith eru með þeim seigustu í bransanum. Þeir hafa teygt á sér höfuðleðrin, elskast á trommuhúðum og þuklað á gítarhálsum í hálfan fimmta áratug. Þeir eru ákveðin bestun á Stones og Zeppelin. Þessu er öllu gerð skil í þætti dagsins.
Hlustið og fílið!
Kaleo - Way Down We Go Kjúklingabringurnar eru lentar á eldhúsbekknum, kaldar og blautar í frauðplastbökkum. Þær smokra sér úr plastinu eins og geimverur...
Television – Marquee Moon Þá er það East-Village Fokkjú baugasnilld í boði ameríska frumpönksins. Undir nálinni er Television. Önnur eins leðurjakka tyggjó slumma hefur...
Kylie Minogue - Can't Get You Out Of My Head Orðið "popp" til að lýsa ákveðinni tegund tónlistar er einstaklega mikil svikamylla því það...