Trans Europe Express – Stunde Null

March 18, 2016 01:27:25
Trans Europe Express – Stunde Null
Fílalag
Trans Europe Express – Stunde Null

Mar 18 2016 | 01:27:25

/

Show Notes

Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag verður Fílalag á elitista-slóðum.

Kraftwerk er fílað í dag. Sjálft orkuverið frá Düsseldorf. Líklega ein frægasta hljómsveit Þýskalands og ein áhrifamesta poppsveit sögunnar. Áhrifin ná langt út fyrir heim raftónlistar. Áhrif Krafwerk eru fyrst og fremst stílfræðileg.

Líklega hafa fáar hljómsveitir tekið fagurfræði jafn alvarlega og Kraftwerk. Roxy Music má frölla sér. Michael Jackson þorði ekki að stíga inn í móðuna. Kraftwerk fóru hins vegar alla leið og það má segja að þegar líða tók á 8. áratuginn hafi hljómsveitin verið orðin svo conceptual að meðlimirnir voru byrjaðir að breytast í hreinar hugmyndir.

Hlustið þá á þáttinn til að heyra betri útskýringar á því sérstaka poppfræðilega fyrirbæri sem Kraftwerk er. Hér verður farið í ferðalag um meginlandið. Helstu áningarstaðir eru Schnillenstadt, Beautenstein og Gummeladenbad.

Upp er runnin grunn stund.

Other Episodes

Episode

June 21, 2019 00:56:39
Episode Cover

That’s Amore – Hreindýrahorn á húddinu

Dean Martin – That’s Amore Hann er mættur. Húðin glansar eins og Miðjarðarhafið á sumareftirmiðdegi, tennurnar skína eins og ítölsku alparnir. Hann er fullur,...

Listen

Episode

April 12, 2019 00:55:38
Episode Cover

Final Countdown – Með sjóðheitan kjarnorkuúrgang í klofinu

Europe – The Final CountdownÞað var lokaniðurtalning í gamla Nýló salnum þegar hármetal-hesthúsið Europe var fílað í allri sinni dýrð, frammi fyrir fílahjörðinni. Tjúúúúú....

Listen

Episode 0

February 21, 2020 01:09:56
Episode Cover

Cry Me a River - Leyfðu mér að fljóta á kanó á stórfljóti tára þinna

Justin Timberlake - Cry Me a RiverGestófíll: Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas Hann ólst í Mikka Mús klúbbnum, missti nánast sveindóminn með svörtu eyrun á hausnum...

Listen