Don’t Speak – Ekki segja neitt. Uss. Uss…

March 11, 2016 00:36:08
Don’t Speak – Ekki segja neitt. Uss. Uss…
Fílalag
Don’t Speak – Ekki segja neitt. Uss. Uss…

Mar 11 2016 | 00:36:08

/

Show Notes

Endurflutt er nú Fílalagsfílun á laginu Don’t Speak með No Doubt. Lagið var fyrst fílað 2014 en er nú sett aftur inn á netið eftir að hafa verið ósækjanlegt með öllu.

Don’t Speak er 90s negla af seigu sortinni. Að sjálfsögðu er lagið fyrst og fremst poppsmellur með tilheyrandi froðubaði og easy listening elementum en í því er einnig þykkari og dýpri tilfinninga-óróleiki. Þar spilar inn í að lagið fjallar um innanbands sambandsslit í hljómsveitinni, svokölluð innbandsslit.

Lagið fjallar um þessar sérstöku aðstæður þegar búið er að segja allt sem segja þarf. Orð eru óþörf. Hvirfilbylurinn hefur gengið yfir og nú er ekkert eftir en að taka hatt sinn og staf og segja bless í bili. Tilfinningin í laginu endurspeglar það.

Lagið er þvílík negla að hljómsveitin hefur líklega þagað í 2-3 vikur eftir að upptökum á laginu lauk.

Ebbi og Snorri eru ekki alveg orðlausir í umfjöllun sinni um lagið, en samt næstum því. Hlýðið á þessa fílun hér.

Other Episodes

Episode 0

November 29, 2019 00:53:29
Episode Cover

Bitter Sweet Symphony - Að fasa út sársaukann

The Verve - Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi...

Listen

Episode

November 09, 2018 01:11:51
Episode Cover

Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa

Farið er á rostungaveiðar í dag. Sjálfur Billy Joel er fangaður og ekki er um lítið skrokk-ummál að ræða. Billy Joel, píanómaður, spelmaður með...

Listen

Episode

January 10, 2025 01:08:18
Episode Cover

Knockin' On Heaven's Door - Þurr steinn grætur

Bob Dylan - Knockin' On Heaven's Door Fyrsti í Dylan-svítu. Fógetinn er við dauðans dyr. Hann grefur byssur sínar. Útlagi í Ástralíu-frakka gengur framhjá...

Listen