Cry Me a River - Leyfðu mér að fljóta á kanó á stórfljóti tára þinna

February 21, 2020 01:09:56
Cry Me a River - Leyfðu mér að fljóta á kanó á stórfljóti tára þinna
Fílalag
Cry Me a River - Leyfðu mér að fljóta á kanó á stórfljóti tára þinna

Feb 21 2020 | 01:09:56

/

Show Notes

Justin Timberlake - Cry Me a River
Gestófíll: Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas

Hann ólst í Mikka Mús klúbbnum, missti nánast sveindóminn með svörtu eyrun á hausnum og dansaði sinn stengjabrúðudans á stjörnutorgi heimsins. En árið 2002 reis hann upp eins og heilagur Mikjáll forðum. En saga Timburvatnsins er hvorki sagan af upprisu Krists eða eilífri endurholdgun fuglsins Fönixar heldur saga skógarguðsins Pan. Því það er hann. Hreinn og beinn maður viðsins en einnig flautuleikandi demóna, guð kynorku.

Og það þurfti ekkert minna en skrásettan íbúa Los Angeles og raðáhorfanda á Justin Timberlake tónleika, Dröfn Ösp, DD-Unit, til að fíla sjálfa kyn-geitina. Hér er allt tekið fyrir í þeysigestafílun: ramennúðlu-hárið, ástarsambandið við Britney, Timbaland útsetningarnar, fegurð þríbura Pharrell Williams og margt fleira. En umfram allt er reynt að taka utan um þennan Memphis Tennessee músíkmátt sem Justin Timberlake er. Við mælum með sterkum GT fyrir JT eða bara með freyðivínsglasi. Þetta er hátíðarfílun.

Other Episodes

Episode

May 24, 2024 00:59:39
Episode Cover

Sex on Fire - Logandi kynlíf ljónanna

Kings of Leon - Sex on Fire Hafið þið séð ljónshvolpa í dýragarði, leika við hvern annan, bíta í hálsa og veltast um í...

Listen

Episode

July 26, 2024 01:06:34
Episode Cover

Álfareiðin - Hátindurinn

Álfareiðin - Björgvin Halldórsson, Gunni Þórðar, Sjonne og Hænir Sveif snúið. Stimplar hamrast niður í þéttum takti. Allir mælar rjúka upp, vísar þeirra titra...

Listen

Episode

July 15, 2016 00:56:58
Episode Cover

A Case Of You – Gúmmítöffarar þagna

Joni Mitchell er ein af stóru stjörnunum á himinhvolfinu. Tónlistarkonan sem listamenn eins og Bob Dylan og Prince grétu sig í svefn yfir. Hæfileikar...

Listen