Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

November 27, 2015 01:30:29
Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka
Fílalag
Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

Nov 27 2015 | 01:30:29

/

Show Notes

Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The Commitments sem ærði ungmenni um allan heim í upphafi 10. áratugarins.

En lagið á sér langa sögu og var meðal annars flutt af Frank Sinatra árið 1946 og er því gerð góð skil í þætti dagsins.

Síðar var það flutt af soul-söngvaranum Otis Reading. Hann tók lagið upp ásamt hljómsveit sinni Booker T & the M.G.’s í ofnbakaðri stemningu í Memphis 1966 og er það líklega frægasta útgáfa lagsins. Hafi einhverntíman verið ástæða til að fíla lag þá er það þessi negla Reading’s.

Að lokum fáum við svo kirsuber ofan á rjómatertuna og hlýðum á íslensku útgáfu lagsins sem ber nafnið Söknuður og var flutt af akureyrsku soul-hljómsveitinni Rooftops.Hér er þykkasta lagterta Fílalags fram til þessa. „Try a Little Tenderness“ eða „Mátaðu þig við mýktina“ eins og það er oft kallað.

Gjörið svo vel.

Other Episodes

Episode 0

July 16, 2021 01:19:31
Episode Cover

Nessun Dorma - Hetja sigrar

Milljónir manna, milljónir sagna, tjöld máluð í litbrigðum jarðarinnar, sól á himni, hveiti á akri. Og stígvélið sparkar í knöttinn á miðjarðarhafi sagna, valda,...

Listen

Episode 0

February 12, 2021 00:59:29
Episode Cover

I Feel Love - Eimuð ást

Donna Summer - I Feel Love Alþjóðlegt teymi. Bandarísk söngkona, Týróli, Breti, Þjóðverji að sjá um snúrurnar og Íslendingur á kantinum. Saman skópu þau...

Listen

Episode

August 30, 2024 01:10:29
Episode Cover

Free Bird - Fenið og flugið

Lynyrd Skynyrd - Free Bird Það er morgun. Beikonlitaður mótorhjólamaður kjammsar á djúpsteiktri krókódílatá. Hitamælirinn sýnir 40, rakamælirinn er sprunginn. Úr útvarpinu heyrast skruðningar...

Listen