Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The Commitments sem ærði ungmenni um allan heim í upphafi 10. áratugarins.
En lagið á sér langa sögu og var meðal annars flutt af Frank Sinatra árið 1946 og er því gerð góð skil í þætti dagsins.
Síðar var það flutt af soul-söngvaranum Otis Reading. Hann tók lagið upp ásamt hljómsveit sinni Booker T & the M.G.’s í ofnbakaðri stemningu í Memphis 1966 og er það líklega frægasta útgáfa lagsins. Hafi einhverntíman verið ástæða til að fíla lag þá er það þessi negla Reading’s.
Að lokum fáum við svo kirsuber ofan á rjómatertuna og hlýðum á íslensku útgáfu lagsins sem ber nafnið Söknuður og var flutt af akureyrsku soul-hljómsveitinni Rooftops.Hér er þykkasta lagterta Fílalags fram til þessa. „Try a Little Tenderness“ eða „Mátaðu þig við mýktina“ eins og það er oft kallað.
Gjörið svo vel.
Enya - Only Time Hver þekkir vegi himinsins? Fuglinn. Hver veit hvert vindurinn mun blása? Fuglinn. Hver býr yfir grimmd grameðlu og sakleysi páskaungans?...
Fílalag dregur nú fram eina af sínum mikilvægustu fílunum. Í dag heyrum við fílun á lagi sem breytti sögunni. Ekki bara tónlistarsögunni heldur veraldarsögunni....
Echo and the Bunnymen voru mjóir nýbylgjurokkarar frá Liverpool. Ræfilslegir en hrokafullir töffarar í leðurjökkum með sólgleraugu og sígarettur. Er til eitthvað dásamlegra? Eitt...