Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

November 27, 2015 01:30:29
Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka
Fílalag
Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

Nov 27 2015 | 01:30:29

/

Show Notes

Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The Commitments sem ærði ungmenni um allan heim í upphafi 10. áratugarins.

En lagið á sér langa sögu og var meðal annars flutt af Frank Sinatra árið 1946 og er því gerð góð skil í þætti dagsins.

Síðar var það flutt af soul-söngvaranum Otis Reading. Hann tók lagið upp ásamt hljómsveit sinni Booker T & the M.G.’s í ofnbakaðri stemningu í Memphis 1966 og er það líklega frægasta útgáfa lagsins. Hafi einhverntíman verið ástæða til að fíla lag þá er það þessi negla Reading’s.

Að lokum fáum við svo kirsuber ofan á rjómatertuna og hlýðum á íslensku útgáfu lagsins sem ber nafnið Söknuður og var flutt af akureyrsku soul-hljómsveitinni Rooftops.Hér er þykkasta lagterta Fílalags fram til þessa. „Try a Little Tenderness“ eða „Mátaðu þig við mýktina“ eins og það er oft kallað.

Gjörið svo vel.

Other Episodes

Episode 0

March 12, 2021 00:59:03
Episode Cover

We are Young - Fómó-framleiðsla

Fun. - We Are Young Það er þversagnarkenndur vöndull undir nálinni. Poppsmellur sem fór í fyrsta sæti ameríska vinsældalistans, peppandi, ærandi og neysluhvetjandi Super-Bowl-auglýsinga...

Listen

Episode

August 14, 2015 00:31:09
Episode Cover

You’re So Vain – Kona lætur karlana heyra það

Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta...

Listen

Episode

August 16, 2019 01:01:24
Episode Cover

West End Girls – Brakandi sigur

Pet Shop Boys – West End GirlsÞað brakar í poppkorni. Það heyrist til dæmis afar skýrt í bíósölum rétt áður en kvikmyndin hefst. Fátt...

Listen