Í dag kafar Fílalag dýpra ofan í Sjöuna en nokkurn tíman áður. Farið er ofan í læstar hirslur úr dánarbúi Ingólfs í Heimsferðum og sebraskinns-teppið „If You Leave Me Now“ með hljómsveitinni Chicago, grafið upp.
Hér er um að ræða tólf strengja kassagítar, Fender Rhodes, mjúka strengi og silkihúðað brass-sánd að ógleymdum parasetamól-maríneruðum raddböndum Peter Cetera. Þetta er sjöa eins og hún gerist dýpst.
Setjið á ykkur óþægileg sólgleraugu, rótið í arninum. Njótið. Fílið. Djúpfílið.
Katy Perry - Roar Úr valdamesta landinu, farsælasta ríkinu, undan menningarheimi útbreiddustu trúarbragðanna, með öguðustu aðferðafræðinni, stendur hún á alstærsta sviðinu. Og öskrar! Katy...
Joan Baez - Diamonds and Rust Hún er Venus í skelinni, móðir og meyja, Kelti og frumbyggi, sigld, sveipuð silki. Joan Baez. Ósnertanleg keramik...
Fílalag dregur nú fram eina af sínum mikilvægustu fílunum. Í dag heyrum við fílun á lagi sem breytti sögunni. Ekki bara tónlistarsögunni heldur veraldarsögunni....